Vorið - 01.06.1953, Side 6
44
VORIÐ
kannske ekki alveg eins fiott og
við. Þau eru að minnsta kosti
ekkert með neinn tilgerðar tepru-
skap.
LÍSA: Nei, ekki myndi frænda, sem
er svo flugríkur, geðjast að þeirn.
Hefði hann verið bara svona
venjulegur frændi, þá hefði verið
allt öðru máli að gegna.
EVA: Nei, það eru nú auðvitað
ekki allir við hæfi Marteins
frænda. — Við erum nú til allrar
hamingju ekki neinir fátækl-
ingar.
FRÆNKA: Nei, það verður að vera
samræmi í hlutunum.
FINNUR: Æ-i, mér verður óglatt
af að hlusta á ykkur.
EIRIKUR: Já, það er alveg skömm
að heyra til ykkar. Eins og fólk sé
ekki jafn gott fyrir því, þótt það
sé ekki svo salla-flott og eigi ekki
hrúgu af peningum.
MÓÐIRIN: Þegiðu hara, strákur,
þú hefur ekkert vit á þessu.
FINNUR: Eigi ég að vera alveg
hreinskilinn, þá liefur frændfólk-
ið okkar miklu meiri þörf fyrir
peningana hans frænda heldur en
við.
LÍSA: Heyrið þið nú bara hljóðið í
,,ofvitanum“.
EVA: Og framhleypnina.
FINNUR: Æ-i, ég vildi bara é«ka,
að frændi ætti enga peninga.
Fólk verður bara hálfbrjálað í
þessu peningavafstri. Þið sjáið nú
bara-------•—
MÓÐIRIN: Nei, nú er nóg komið-
Þú ert of ungur til að skilja nokk-
uð í þessu, Finnur.
EVA: Hann senr er svo fullorðinn.
Herramaðurinn sá arna!
EIRÍKUR: Ég er alveg sammála
Finni.
MÓÐIRIN: Jæja, jæja, hvort sem
þetta snýr upp eða niður, þa
verðurn við samt að gera eitthvað.
FRÆNKA: Já, það verðurn við, og
það svo um muni.
MÓÐIRIN: Æ-i, að ég skyldi nú
asnast til að gefa Trínu frí í dag>
einmitt í dag, þegar liennar var
svona mikil þörf, en ekki gat ég
vitað, að frændi ætlaði að koma-
EVA: Sendu bara eftir henni.
FINNUR: En hún fékk frí í dag,
auminginn.
LÍSA: Hún fær kaup fyrir að vera
hérna, svo að Iiún verður að sætta
sig við það.
FRÆNKA: Já, það fær hún sannar-
lega, og svo hefur hún það h'ka
svo gott hérna, að það amar ekk-
ert að henni.
MÓÐIRIN: Jæja, kannske við
reynum þá að fá liana til að korna
lieim aftur.
EIRÍKUR: Fái hún aukaborgun
fyrir, þá skulum við Finnur fara
og spyrja hana.
LÍSA: Nei, heyrið þið nú bara gull-
barnið hennar Trínu. Dengja
litla.
MÓÐIRIN: Svona, svona, Lísa Þú,
sem ert telpa, ættir að passa
V