Vorið - 01.06.1953, Page 9

Vorið - 01.06.1953, Page 9
VORIÐ 47 Komdu nú, við verðum að koma öllu í lag liérna, áður en hann kemur ,og ilott verður það að vera, svo að honum lítist reglu- lega vel á sig. FRÆNKA: Já, auðvitað. MÓÐIRIN: Og börnin verða að íara í sparifötin sín. Við verðunr annars að funsa okkur og punta öll saman Komdu. nú t)ara. FRÆNKA: Hvaða, hyaða, það get- ur ekki bráðlegið á. Trína hlýtur að konra bráðum, og það er hún, sem verkin .á að vinna, en ekki við. MÓÐIRIN: Jú, jú, en þú skilur samt, að við verðum, — að það er- um við, sem verðum að skipu- leggja allt. og gera það eins flott og hægt er. Því glæsilegri sem móttökurnar verða, því vissari getum við verið um að fá eitt- hvað aftur í staðinn hjá frænda. FRÆNKA: Já, það segirðu alveg satt. Komdu þá. (Báðar fara fram.) (Eiríkur og Finnur koma rétt á eftir.) FINNUR: Jæja, nógu vel gekk nú þetta. Hugsaðu þér bara, að Trína trúði því, að bréfið væri frá Marteini frænda. Það lá nú annars við, að ég vorkenndi henni, hún varð svo afar glöð. Það var svo sem nógú smellið, að við skyldum skrifa lrenni, að frændi hefði orðið svo skotinn í henni, þegar hann sá myndina af henni. EIRÍKUR: Auminginn, hún er svo trúgjörn og góð í sér. Bara að þetta komist nú ekki upp. FINNUR: Upp á einhverju urðurn við að finna til að fá hana til að koma heim aftur. EIRÍKUR: Hefurðu uppkastið að bréfinu, Finnur? FINNUR: Já, hérna er það. EIRÍKUR: Lestu það aftur, Finn- ur, það var svo skemmtilegt. FINNUR: Jæja. (Les): Kæra fröken Trína. Ég kent í heimsókn til Bergshjónanna í dag. Ég hef heyrt, að þér séuð svo góð og etskuleg, eins og tíka myndin yð- ar ber með sér. Ég hlakka til að sjá yður, og vona, að yður sé sama í huga. Kær kveðja frá Marteini fænda frá Ástralíu. EIRÍKUR: Veslings Trína, held- urðu að hún verði voðalega reið við okkur? FINNUR: Við skulum ekkert kvíða því. En nú er einhver að koma, og þá er bezt að fela bréf- ið. (Eva og Lísa koma inn). EVA: Ætlar Trína.áð koma? EIRÍKUR: Þó það nú væri. LÍSA: Það var svei mér flott. FINNEIR (hreykir sér): Hérna eru piltar, sem kunna að snúa snældu sinni. Þið rennið ekki grun í, hve mikið þið eigið okkur að þakka. EVA: Jú, ætli það ekki, ég vildi bara —

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.