Vorið - 01.06.1953, Side 10
48
V O R I Ð
EIRÍKUR: Hvað vildirðu, ég hélt
svo sem ekki, að þú ættir yfirleitt
til nokkurn vilja.
EVA: Æ-i, haltu þér saman, kampa-
lampinn þinn.
I.ÍSA: Láttu liann bara eiga sig,
Eva, ertnisgogginn þann arna.
Komdu, líttu hérna á, þetta er
alveg sama tegund og gullfallegi
kjóllinn, sem við sáum í glugg-
anum.
EVA: Já, ó, hann er alveg draumur.
FINNUR: Þú ert líka alveg draum-
ur, — eða martröð.
EVA (læzt ekki heyra): Ég held að
þessi kjóll færi mér nú vel.
EIRÍKUR: Uss, hvað þetta er
væmið stelpublaður.
FÍNNUR: Já, þegar þú verður
komin í kjólinn þann arna, verð-
urðu eflaust í vextinum eins og
fallegur mjóhundur. Uss stelpur
og föt, svei!
LÍSA: Æ-i, þessir strákar, það er
nú ljóta ruslið.
FINNUR: Og stelpur eru — nei,
ég ætla ekki að segja það, nei.
Komdu Eiríkur, við skulum fara
og fá okkur hreint loft.
EVA: Já, farið þið bara, áður en
okkur verður bumbult af að
hlusta á ykkur.
MÓÐIRIN (kemur); fæja, þiðeruð
þá komnir, .drengir, hvernig gekk
þetta, ætlar Trína að koma?
EIRÍKUR: Já, mamma mín, hún
varð svo glöð, skal ég segja þér.
MÓÐIRIN: Varð hún glöð?
FINNUR: Glöð, já, ég held nú það.
Hana dauðlangaði einmitt heinr
aftur, og ég býst við, að hennar
verði ekki langt að bíða.
FRÆNKA (kemur): Jæja, telpurn-
ar eru þá komnar. þið eruð ljótu
flugurnar.
FINNUR: Bravó, frænka. Baunaðu
bara á þær.
FRÆNKA: Já, þegar við þurfum
á telpunum að halda, eru þær
alltaf úti á ferð og flugi, og við
höfum í svo mörgu að snúast.
EVA: En góða frænka,-------
MÓÐIRIN: Trína kemur nt'i bráð-
um, sem betur fer.
FRÆNKA: Kemur Trína, æ, það
var sannarlega gott. Þeir eru dug-
legir, drengirnir okkar. Þegar
frændi hefur verið hérna dálítinn
tíma, skal ég gefa ykkur eitthvað
skrítið.
EIRÍKIJR: ]á, frænda á að blæða.
MÓÐIRIN: Já, komið þið nú öll
saman, við" verðum að dubba
okkur ofurlítið
FINNUR: Dubba okkur, eigum
við þá að taka á rnóti frænda?
FRÆNKA: Nei, en Marteinn
frændi kemur hingað, ertu búinn
að gleyma því, góði minn?
FINNUR: Nei - en, - já - en- —
EVA: En hvað strákar eru heimskir.
EIRÍK,UR: Já, en við erum samt
alls ekki tilgerðarlegir og tölutn
ekki bara um draum og fötin á
okkur og þess háttar bull.
LÍSA: Þú ert mesti skjáhrafn.