Vorið - 01.06.1953, Page 16

Vorið - 01.06.1953, Page 16
54 V O R I Ð „Ég skal fara með það, mamma mín.“ „Heldurðu að þú getir farið einn fram að Grund, blessað barn?“ „Já, ég fer bara á hjólinu mínu og fæ Dadda með mér.“ „Það er nú varla, að ég þori að senda þig. Þið verðið þá að fara gætilega, svo að þið verðið ckki fyrir b.ílunum.“ „Við skulum fara gætilega." Steini tók við skeytinu og' hvarf svo út úr dyrunum. Mamma hans skildi ekkert í, ltvað drengurinn var viljugur að fara sendiferðir. Um kvöldið, þegar Steini var að lesa í skólabókunum sínum, fór mamma Iians að tala um þetta. „Þú veizt ekki af hverju ég er svo viljugur, mamma. Það er allt stúk- unni að þakka.“ „Það er gott. Ég vildi að það héld- ist.“ „Heldurðu annars, að ég megi ekki segja umgangsorðið, mamma, ef ég hvísla því að þér, og enginn annar fær að heyra það?“ „F.r það ekki óleyfilegt, góði minn?“ „Frn mig langaé svo að segja þér það. Ég held, að gæzlumaðurinn verði ekkert vondur, þó að ég segi mömmu minni umgangsorðið.“ „Jæja, þú ræður því, góði minn.“ Steini fór til mömniu sinnar og hvíslaði að henni: „Hjálpaðu mömmu!“ „Þetta er fallegt umgangsorð, Steini minn. Nú skil ég hvers vegna þti hefur verið svona viljugur að fara fyrir mig í sendiferðir.“ Um hádegisbilið daginn eftir, þegar pabbi Steina ætlaði að taka pípuna sína, var hún horfin. „Hver hefur tekið pípuna mína?“ „Ég hef ekki séð hana,“ sagði mamma. En Steini var dálítið vandræða- legur, þar til liann sagði: „Ég tók liana, pabbi minn.“ „Hvar léztu hana?“ „Ég lét hana í miðstöðina.“ „Hvers vegna gerðirðu þetta, strákur,“ sagði pabbi hans dálítið byrstur. „Þú sagðir í gær, að það væri bara slæmur ávani að reykja, svo að mér fannst, fyrst ég er nú kominn í barnastúku, að ég yrði að hjálpa þér að venja þig af því.“ Pabbi lians varð fyrst dálítið strangur á svipinn, en hugsaði sig' um dálitla stund, þar til hann sagði: „Þú hefur rétt fyrir þér, drengur minn. Ég ætla ekki að kaupa aðra pípu.“ E. S. Stjáni stígur upp í strætisvagninn. Þar er dálítið þröngt. Hann sezt í bekk, þar sem fimm eru fyrir. En honum finnst þröngt um sig. „Ja, þvílík vitleysa,“ segir hann við sjálfan sig. „Hér sitjum við sex í sama bekk, en þarna fyrir framan mig sitja aðeins fimm.“ Og svo flutti Stjáni sig í næsta bekk fyrir framan.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.