Vorið - 01.06.1953, Síða 17
V () R I Ð
BJARTMAR GUÐMUNDSSON:
Þegar vorið bregst
Nítján hundruð fjörutíu og níu.
Það er enginn vandi að vera glað-
ur, þegar sólin skín, þegar grösin
gróa og blómin breiða út fegurð
sína í maí og júní. Þegar fuglar
syngja dýrðin, dýrðin og himinninn
er blár og tær. Þá verðnr' lundin
létt, lífið að leik og hundrað ltugs-
anir fæðast, þar sent engin var áð-
ur til.
— Pabbi, sagði drengurinn,
hvenær kemur vorið eiginlega?
— (), ég veit það ekki, vinurinn
minn bezti. Nú er kominn 8. júní
i og stórhríðin er búin að berja utan
húsin í alla nótt.
Þetta var að morgunlagi kl. (i.
Konan svaf enn, bóndakonan á
Flötuni. En feðgarnir voru vaknað-
ir sinn í hvoru rúmi. Húsbóndinn
fór framan á og t<>k að klæða sig.
Drengurinn sagði:
— Pabbil Má ég ekki fara í húsin
með þér? Hann var á 8. árinu.
Diikkhærður,snareygur, Iítill dreng-
ur, hnellinn og iðaði í skinninu af
fjöri og athafnaþrá.
— jú, drengurinn íliinn bezti.
Komdn með mér. Máske geturðu
bjálpað pabba eitthvað?
Úti var hörkuveður. Hríðin hafði
ekið saman snjónum í harða skafla,
háa, þykka skafla, mannhelda
skafla og skilið þó eftir allt að metra
þykka fönn á jafnsléttu. En nú
llafði þó mesta veðrinu slotað, um
stund að minnsta kosti. Þó er enn
mikil ofanhríð og skafrenningur
langt upp fyrir öll hús. Hvergi sá í
loft og hvergi á dökkan díl. Þeir
gengu að ærhúsinu, feðgarnir,
lambærhúsinu. Snjó hafði hlaðið á
hurðina upp fyrir hespu. Bóndinn,
Sigurður, sópaði snjónum frá hesp-
unni og kippti henni fram af
kengnum og lét svo drenginn renna
sér inn á undan. Um allar krær
lágu ær með lömbum. Sum sváfu
með snoppuna ofan á framfótunum
við hliðina á mömmu sinni. Önnur
lágu í garðanum. Þar var svo þurrt
og gott. Enn voru lömb, er hreiðrað
höfðu um sig í rnjúku, mjúku reifi
mömmu sinnar og steinsváfu í hlýj-
unni. Við umganginn hrukku allar
ær á fætur, því að þær voru að liugsa
um tugguna sína, sem nú færi senn
að koma. Lömbin hluþu líka á fæt-
ur flest, og þau, sem í ullinni lágu,
ultu ofan í króna, sum, og komu
niður á höfuðið, bakið eða fæturna,
allt eftir því liversu vel þau voru