Vorið - 01.06.1953, Page 22
60
V O R I Ð
víst meira úr dýraríkinu en frá jurt-
um, aðallega skordýr, sem þær éta,
lield ég. En þetta er kannske ekki
svo ólíkt. Og í kuldanum deyr a-llt,
sem ekki hefúr að éta.
Þær héldu sig að þessu til miðaft-
ans. Svo hurfu þær inn í kassann og
tóku á sig náðir.
Þessi dagur leið, eins og aðrir dag-
ar. Svo kom næsti dagur.
Stytt var nú upp og komið kyrrt
veður, hjart veður en kalt.
Ærnar á Flötum fengu enn fylli
sína. Lömbin þeirra einnig. Það fá
lcjmb jafnan meðan ærnar hafa ekki
verið sveltar, hvorki á vetri né vori.
Snjckittlingar eru horfnir., Hver
einasti einn þeirra er horfinn. Það
er eins og þeir séu ekki til skapaðir.
— Nú er betra með honum, sagði
Sigurður léttum rómi. Það vita þeir
og eru búnir að gefa okkur það til
kynna. í allt vor, í allt liðlangt vor
hafa þeir haldið sig hérna hópum
sanran. Nú eru þeir farnir, horfnir
eitthvað út í buskann. Þeir vita
hvað þeir segja og syngja. Sannið
þið til. Vorið er á leiðinni. Enn
kúrði stelkurinn þó við hesthúsið,
þrösturinn og urtin. Að engu öðru
höfðu þau að hverfa, ekki enn.
Lóa hleypur um þakið á ærhús-
inu og heggur nefi sínu niður í
freðna þekjuna. Leitar sér svo aftur
hvíldar í bælinu hans Snata. Marí-
erlurnar hamast enn við kjötið. Þær
eru ánægðar að sjá með líl'ið og sitt
hlutskipti. Þcrtt þeirra fæða sé raun-
ar í skordýraríkinu, þá er þctta þo
ekki svo óskylt. Þær hætta sér nreira
að segja við og við fram á bæjarhlað-
ið, því að nú er hvassviðrið hætt að
nísta.
Jörðin er bálhvít eins og öræfa-
jökull. A þessum árstíma á jörðin að
vera græn og ilmandi af gróanda og
loftin full af fuglaröddum í hrifn-
ingu. Nú steinþegja allar vorraddir.
Gangi maður út af túni liggja datið-
ir farfuglar um allt, nærri af öllurn
tegundum, sem komnar eru til
landsins.
Þegar búið var að borða hádegis-
verðinn, hljóp lítill drengur á 8. ár-
inu út að áburðarhúsinu og gægðist
inn. Á viðarkubb í einu horninu
situr brúnleitur fugl. Fjaðrir hans
eru sléttari en í gær eins og hann
hafi haft fataskipti. Þegar lrann sa
drenginn, flögraði hann upp, etl
kom svo aftur og settist á kubbinn
sinn. Þá þiðnaði eitthvað innra nreð
Jitlá drengnum, svo að hann hlj°P
heim í einum spretti.
— Mammá, sagði hann í dyrun-
um á eldhúsinu hennar. Mannuæ
hann er lifandi, litli fuglinn er lit'
andi. Daginn eftir og daginn þaf 3
eftir var sólskin og blíða.
Vorið hafði gleymt hlutverk1
sínu í 5 vikur eða 6. Nú hafði þ3^
aftur fundið sjálft sig og munað el1
ir hlutverki sínu. Ævinlega er betr3
seint en aldrei. En fallegt er þ3*'1
samt ekki að bregðast þeim, seH
treysta.
-I