Vorið - 01.06.1953, Side 26

Vorið - 01.06.1953, Side 26
04 VORIÐ ótta, skelfilegum ótta og fer að gráta. Nú gráta þau bæði, hvort í kapp við annað, þessi einmana börn. Þau leggjast niður og grúfa andlitið í jörðina. Grátur þeirra er sár og berst út í kyrrðina. Eftir litla stund rís Siggi upp. Hann hugsar ráð sitt á ný. Hann er votur á maganum, af því að liggja í blautu grasinu. Gerður liggur enn og grætur. Siggi reisir hana upp. Nú fer liann að reyna að átta sig, en getur það ekki. En kyrr getur hann ekki ver- ið. Það er eins og eitthvert ómót- stæðilegt afl togi Iiann til sín. Þau halda nú af stað út í þokuna og leiðast. Þau ganga lengi, lengi og gráta hljóðlega. Tíminn líður. — Þeim finnst heil eilífð vera liðin, þegar telpan grillir einhverja þúst fram undan. Hún grípur í bröður sinn og bendir út í þokuna. Siggi hrekkur við, en áttar sig ogrýnir út í þokuna. Jú jiað var alveg rétt, þarna var einhver bygg- ing. Þau hlaupa nú í áttina þangað. þetta var fjárhús, en þau þekktu það ekki. Ný von vaknar. Þau opna hurð- ina, sem var lokuð með klúru. Það hriktir draugalega í ryðguðum hjör- unum. Þau ganga inn í húsið. Þi. fur af mygluðu heyi berst á móti þeim. Þau kenna geigs. Inni er kolsvarta myrkur. Þegar augu Jreirra venjast myrkrinu, sjá Jiau, að það er lítil hlaða inn af fjárhúsinu. Það er hey- stabbi í hlöðunni. Þau hreiðra um sig í heyinu og hjúfra sig livort að öðru. Þeim finnst furðu notalegt að liggja í heyinu, en samt eru Jrau hálfsmeyk. Þau eru þreytt. Eftir lít- inn tíma eru þau sofnuð. Nóttin færðist yfir. Þau sofa hlið við hlið, en svefn þeirra er órólegur. Öðru hvoru hrökkva Jrau upp með andfælum. Þau er að dreyma, að Jrau séu villt í Jrokunni og sjái vof- ur, stórar eins og tröll, bera við himin. Nú víkur sögunni heim. Gamla Borgundarliólmsklukkan í stofunni er tíu og börnin eru ekki komin heim. „Já, svona er ungdómurinn nú á dögum,“ segir Finnur gamli. Hann situr á aldargamla stólnum sínum úti í horni í eldhúsinu og prjónar sokk. ,,Eg skil bara ekkert í Joessu,“ segir Þóra, gamla vinnukonan, og þurr1.ar sér um hendurnar á svunt- unni. „Kýrnar eru komnar í hlaðið og Skjalda ætlar að fara að bera. — Eru krakkarnir ekki komnir?“ segir Biiirn bóndi um leið og hann rekur kollinn inn um eldhúsdyrnar. „Nei,“ segir Þé>ra og þurrkar sér aftur á svuntunni og sýgur upp í ncfið. „Já, svona er nú ungdómurinn,“

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.