Vorið - 01.06.1953, Qupperneq 27
/
V O R 1 Ð 65
segir Finnur gamli og stútar sig á
tóbakspontunni.
„Heldurðu að það sé ekki rétt, að
líta eftir börnunum?" segir Helga
húsfreyja, hún er að taka smjörið af
strokknum.
„Jú, það held ég sé bezt. Það er
þoka, svo að ég er hræddur um, að
{:>au liafi villzt.“
Björn fer nú fram og nær í báða
vinnumennina, Arna og Geir. Þeir
ganga suður í mýri og út í lióla, en
finna ekki börnin.
Þeir halda áfram að leita alla
nóttina, en árangurslaust.
Börnin sofa enn í fjárhúsinu.
Siggi rumskar við og nuddar stír-
urnar úr augunum. Hann vaknar
alveg og lítur í kringum sig og vek-
ur systur sína. Svolítil birta berst
inn um lítinn glugga, sem er yfir
dyrunum á fjárhúsinu.
Það er kominn morgunn. Börnin
opna dyrnar og líta út. Þokunni er
létt og sólin er komin hátt á loft, og
i nú sjá þau ,hvar þau eru stödd. Þau
hafa þá solið í beitarluisinu hans
pabba síns.
Nú leggja þau af stað heim og
fara sér hægt. Þau koma að læk
nokkuð stórum. Siggi tekur undir
sig stökk mikið, en nær aðeins með
tærnar ylir á bakkann hinurn meg-
in, en hann helur þar skamina við-
dvöl. Hann skellur aftur á bak á
höfuðið ofan í lækinn. Sem betur
fer er þarna ekki mjög djúpt, en
leðja og slý flýtur ofan á vatninu.
Hann sýpur hveljur, kemur fyrir sig
fótum og skríður upp á bakkann,
hóstar, spýtir og hrækir. Hann er
heldur ófrýnilegur ásýndum, þak-
inn leir og drullu. Hann þurrkar
rnesta leirinn framan úr sér og tek-
ur til fótanna lieim á leið. Gerður
hleypur á eftir.
Handan við hæðina suður af beit-
arhúsunum mæta þau pabba sínum
og piltunum.
„Hvar hafið þið verið allan þenn-
an tíma og hvers vegna ertu svona
blautur, Siggi?“ segir pabbi hans.
„Nú, við vorum að sækja kýrn-
ar,“ segir Siggi, „og svo datt ég í
lækinn.“
„jæja, karlinn, en ég var að
spyrja þig, livai þið hefðuð verið?“
„Við vorum í beitarliúsunpm,"
segir Gerður um leið og luin kem-
ur.
Pabbi þeirra er glaður. Hann var
orðinn alvarlega hræddur.
Nú ganga þau öll heim á leið.
Finnur eamli er í eldhúsinu og
hamast við að skera sér tóbak.
„Hvað er nú þetta, Siggi? Þú ert
blautur. Þú hefur dottið olan í.“
,.Já, ég datt í lækinn og stakkst
alveg á liausinn og rennblotnaði.“
„Jæja karlinn, en heilsaðu nú
strax upp á liana mömmu þína, lnin
hefur verið svo hrædd um ykkur.“
,,Nú, þið eruð þá komin,“ segir
mamma þeirra, sem kemur inn í
eldhúsið rétt í þessu og heilsar börn-