Vorið - 01.06.1953, Qupperneq 30
68
VO RIÐ
( vilcli heldur reyna á annan liátt að
fá miðana til að nægja. — En nú var
María sjálf í vandræðum. Og hún
sá, að tillaga Jörgínu var ekki
slæm. Inga hafði borðað sykur tak-
markalaust, og Hrólfur hafði ausið
svo miklum sykri út á hafragraut-
inn, að liann lá þar í þykku lagi, og
sjálf hafði hún ekki sparað sykur-
inn. Hugsunin urn, að allir í fjöl-
skyldunni áttu að bera byrðina sam-
eiginlega, gjörði hana glaða og hug-
hrausta. Þegar Sören kom heim,
reiknaði hann út, hve mikið hver
átti að fá af sykri og smjöri. Að síð-
ustu lánaði liann Maríu bréfvogina
sína, svo að hún gæti vegið allt ná-
kvæmlega.
María hafði nóg að gera þann
daginn. Hún vó og skipti skammt-
inum milli þeirra allra. Hin skildu
ekkert í, hvað hún ætti annríkt, en
hún steinþagði um, livað hún var að
gera. Við kvöldmatarborðið horfðu
þau i)ll undrandi á allar skálarnar,
sem stóðu hjá hverjum diski.
„Hvað á þetta að þýða?“ spurði
Hrólfur fullur grunsemda. ,,Það
þýðir aðeins, að sykurinn og smjör-
ið endist ekki,“ svaraði María og
var við öllu búin. „Við höfum eytt
of miklu.“ „Byrjar þú nú líka á1
þessu,“ mumlaði Hrólfur súr á’
svipinn. „Allt kvenfólk er víst fætt
með þeirri gáfulegu skoðun, að
smjör og sykur nægi ek.ki." „Það
gjörir það ekki heldur,“ svaraði
María, „og nú hefur hver fengið
sinn skammt og getur notað af hon-
um eítir vild. Þið getið eytt öllum
sykrinum þegar í dag, ef þið viljið.
Það gerir mér ekkert til. En hjá mér
fáið þið ekki eitt gramm í næstu
viku.“ „En hvað þú hefur gefið mér
lítið,“ sagði Inga og horfði á
skammtinn sinn. „En ég hef fengið
enn þá minna,“ sagði Berta. „Þetta
eru bara svik. María hefur skammt-
að sjálfri sér mest.“
Það varð mikill hávaði, og lieiði
pabbi þeirra ekki gripið inn í, er
ekki gott að vita, hvernig þessu
hefði lokið. Hann virti fyrir sér
skálarnar á borðinu. „Það er ekki
fallegt álit, sem þú hefur á stóru
systur. En við verðum að treysta
hvert öðru. Eg trúi ekki, að hún
vilji hlynna að sér á okkar kostnað.
Mér virðist þetta ágæt tilhögun, og
mamma ykkar mun gleðjast yfir, að
hún hefur komizt á.“
Hann leit liuglneystandi til
Maríu. María roðnaði af gleði yfir
hrósi föður síns, þó að hún væri svo-
lítið gröm við sjálfa sig fyrir að
þurfa að gera þetta. En börnin voru
öll dauf í bragði. Áður hafði
mamma þeirra borið ein allar þess-
ar áhyggjur, en nú var þeim skipt á
milli þeirra.
Inga fullyrti og kvartaði yfir því,
að hún yrði að borða brauðið sitt
þurrt, og Hrólfur lét svo lítið ofan á
bi auðið, að smjörið sást varla. María
tók þessi mótmæli ekki nærri sér.