Vorið - 01.06.1953, Side 31
V O R I Ð
69
Hún var miklu kaldlyndari en nróð-
ir liennar.
Það var að vísu ekkert gaman fyr-
ir pabba þeirra að neyðast til að
spara smjörið og drekka kaffið og
teið aðeins hálfsætt. En börnin
höfðu verið eyðslusöm fyrst, ekki
sízt María. F.n það gladdi hann, að
nú hafði hún sjálf notað ráð, sem
hún hafði áður barizt á móti. Hann
skildi vel, að María vildi ekki gefa
neinar játningar í pessu efni. Hún
vildi ekki leyfa neinum að hafa
áhrif á hana, svo að lnin breytti um
skoðun ;i mömmu sinni og heimilis-
verkunum. En nú kom veruleikinn
aftan að henni og kenndi henni sín
fræði.
Faðirinn sá ekki eflir þessari til-
raun. Það var góður efniviður í
telpunni, og undir allri eigingirn-
inni var eitthvað gott á botninum.
Hann var sannfærður um, að ínin
mundi standast þessa raun.
Þegar þau fengu aðeins tvo rétti
til miðdags daginn eftir, brosti
hann í laumi. Börnin mótmæltu
þessu. Þau vildu fá bæði súpu og
'ábæti. F.n María bar ekki annað á
borð en síld og vatnsgraut þann
daginn. Börnin mótmæltu hástöf-
um, en María svaraði aðeins, að
hún yrði að spara, annars entust
peningarnir ekki.
„Þú hefur eflaust borðað sjálf
kökur og sælgæti fyrir alla pening-
ana,“ sagði Hrólfur háðslega, og
María var dálítið veik fyrir þessari
ásökun. Nú sá hún, að hún hafði
eytt alltof miklum peningum fyrir
kökur og sælgæti.
Berta lagði skeiðina frá sér. ,,Eg
ætla ekki að borða mikið í dag. Mér
er illt í maganum," sagði luin. ,,Þá
er vatnsgrautur holl fæða,“ sagði
pabbi hennar. „Það er ekki liægt að
komast hjá því að hafa hann stund-
um.“
Hann vissi, að hann yrði að vera
varkár með að hrósa Maríu of mik-
ið. Það var eitthvað í henni, sem
gat bent til þess, að það gæti haft
öfug áhrif að hrósa henni of nrikið.
F.n með sjálfum sér gladdist hann
yfir því, að hún var farin að skilja,
að þau yrðu líka að liafa ódýran
mat. Allt til þessa hafði luin neitað
því.
Vatnsgrauturinn hvarf af diskum
barnanna. Hann var hæfilega þykk-
ur og ekki of saltur. Þó kvartaði
Berta enn um kvalir í maganum og
borðaði lítið. Hún var vön að fá
sykraðar pönnukökur hjá mömmu
sinni á eftir. María þverneitaiji því.
„Þú gazt borðað grautinn. Eg
held ég þekki matvendnina í þér,“
svaraði María. ,,]á, en ég er lasin í
maganum. Gefðu mér nú eina
pönnuköku. Það gerir mamrna allt-
af,“ sagði Berta. En María var önn-
um kafin við að þvo upp og neitaði
stöðugt. En Berta hélt áfranr að
nauða á henni, þar til María gaf
henni löðrung með þvottadidunni.
Þá flýði Berta út.