Vorið - 01.06.1953, Síða 42

Vorið - 01.06.1953, Síða 42
80 V O R I Ð Mam ma „Mamma fer fyrst á fætur,“ sagði nýi skrifstofupilturinn. „Hún kveikir upp í eldavélinni og hefur morgunverðinn tilbúinn, svo að ég geti komizt í tæka tíð í skrifstofuna. Síðan vekur hún föð- ur minn og býr honum morgunverð. Að því búnu borðar hún sjálf og litlu systkinin mín.“ - „Hvað gerir móðir þín annars á dag- inn?“ spurði einhver. „Hún heldur húsinu hreinu, kaupir matinn og eldar hann svo handa okk- ur.“ „Móðir þín fer væntanlega snemma að hátta, þegar hún fer svo snemma á fætur?“ „Nei, nei. Þegar hún hefur komið litlu börnunum í svefn, fer hún venju- lega eitthvað að bæta og laga fötin okk- ar, stoppa í sokkana okkar og fleira." „En heyrðu, drengur minn. Hvað hef- ur þú og faðir þinn í kaup?“ „Ég hef 20 kr. á viku, en faðir minn hefur 20 kr. kaup á dag.“ „En hve há laun hefur móðir þín?“ „Mamrna?" svaraði drengurinn hissa. „Mamma fær auðvitað ekkert kaup, því að hún hefur enga vinnu.“ „Jæja? Þú varst rétt að ljúka við að segja, að hún ynni fyrir alla fjölskyld- una frá morgni til kvölds." „Já, hún vinnur fyrir okkur, en hún vinnur ekki fyrir neinum peningum með því.“ Nei, vinna móðurinnar er ekki greidd með peningum — þjónusta móðurinnar er ekki 1-aunuð. Vinna móðurinnar er ekki „reiknuð með“. Hún er ekki metin eftir jarðneskum verðmætum — silfri eða gulli. Og þó er vinna móðurinnar ómetan- leg. Það vita þeir einir, sem geta talað af reynslu. Þýtt. H. J. M. Orðheld ni. Maður nokkur heimsótti eitt sinn Abraham Lincoln, forseta Bandaríkj- anna. Hann hafði þann óvana, að lofa ýmsu, sem hann stóð svo ekki við. Til þess að fá einn af sonum forsetans til að setjast á kné sér, lofaði þessi mað- ur, að hann skyldi gefa drengnum skartgrip, sem hékk við úrfesti hans, ef hann vildi koma til sín. Þegar hann stóð á fætur og gerði sig líklegan til að kveðja, mælti forsetinn: „Ætlið þér ekki að halda loforð yðar, sem þér gáfuð syni mínum?“ „Hvaða loforð?“ spurði gesturinn undrandi. „Þér lofuðuð honum, að þér skylduð_ gefa honum þennan skartgrip, ef hann vildi setjast á kné yðar,“ mælti forset- inn, og benti á úrfestina. „O, nú skil ég,“ sagði gesturinn. „Nei, það get ég ekki. Þetta er ekki aðeins mjög verðmætur gripur. Þetta er dýr- gripur, sem ég hef fengið í arf.“ „Ég vona, að þér gefið honum þennan grip,“ sagði Lincoln ákveðinn. „Ég vil ekki, að hann komist að því, að ég um- gangist menn, sem ekki bera neina virðingu fyrir gefnum loforðum." Gesturinn roðnaði, leysti skartgripinn frá úrfestinni og fékk drengnum hann. Að því búnu gekk hann leiðar sinnar. Haldið loforð ykkar! Þýtt. H. J. M. Dísa litla kom einn dag í búð og bað um spegil. „Á það að vera handspegill?" spurði búðarstúlkan. „Mér þætti vænt um, ef ég gæti séð andlitið líka,“ svaraði sú litla.

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.