Vorið - 01.09.1954, Qupperneq 4

Vorið - 01.09.1954, Qupperneq 4
82 V O R I D „Dæmalaust eru þið heppin með veðrið, börnin mín. Þið eruð sann- kölluð sólskinsbörn." Og þegar bíllinn kom í hlaðið, stóðu þau ferðbúin með berjabauk- ana í liöndunum. Þetta var vöru- bíll, sem látinn hafði verið á kassi með sætum. Og nú ómaði kassinn af léttum gleðihlátrum um þrjátíu barna. En gæzlumaður barnastúk- unnar, Helga kennslukona, sat fram í h já bílstjóranum. Svo hélt bíllinn áfram í berjamó- inn. En þegar þangað var komið, dreifðust börnin um berjalandið með glaum og gleði. Berjalandið var í fjallshlíð og skiptust þar á mó- ar og hlíðarbrekkur. Þau Hreinn og Heiða fylgdust að. Hingað höfðu systkinin aldrei komið áður ,og var nú tekið til óspilltra málanna við berjatínsluna. Sum börnin tíndu þó upp í sig drjúga stund fyrst, áður en farið var að láta í berjabaukinn. Hreinn var ekki einn af þeim. Hann fór þegar að tína í baukinn, en borðaði aðeins nokkrar' lúkur sínar. En jafnframt tínslunni lét hann hugann reika. Hann hafði gengið í barnastúkuna haustið áð- ur. Og af því að hann átti heima svo nærri þorpinu, gat hann alltaf sótt stúkufundina eins og skólann. Honum fannst gaman á stúkufund- unum og margt fallegt, sem gæzlu- maðurinn sagði þeim. Eitt sinn bað hann þau um að gæta þess að tala ekki ljótt. Það hafði hann haldið trúlega. Þegar kennslukonan hringdi að Fagrahvammi og lét hann vita um þessa berjaferð, gat hún þess, að hún vildi ekki, að hann rnissti af berjaferðinni, af því að hann hafi mætt á hverjum stúku- fundi um veturinn. Svo hafði hann fengið að taka Heiðu systur sína með sér í þessa ferð. Og var ekki laust við, að Heiða hefði fengið að heyra það. Hann þóttist nú svo sem maður með mönnum, hann Hreinn litli, að vera orðinn átta ára og kom- inn í barnastúku. Heiða litla var að- eins sex ára. „Finnur þú mikið?“ „Já, því máttu trúa. Hér er alveg blá þúfa.“ „Má ég koma?“ „Nei, ekki að tala um. Ég fann hana.“ Þannig heyrðust glaðleg köll milli harnanna. Þegar þau höfðu tínt nokkra stund, fór Hreinn að líta eftir, hvernig Heiðu litlu gengi. Þá voru aðeins nokkur ber komin í baukinn hennar. Allt hitt hafði hún tínt upp í sig, og var berjablá langt út á kinnar. „Þú verður að tína í baukinn, Heiða,“ sagði hann. „Já, nú skal ég reyna að muna eftir því,“ svaraði hún. „En berin eru svo afskaplega góð.“ Hreinn borðaði sjálfur lítið,

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.