Vorið - 01.09.1954, Blaðsíða 7

Vorið - 01.09.1954, Blaðsíða 7
V O R I Ð 85 lengi, og ég verð að létta á liuga mínum.“ „Kærleikurinn trúir öllu, umber allt og vonar allt," mælti gamli presturinn. ,,Ég vænti mikils af þessum dreng.“ Þegar gamli presturinn hafði lok- ið guðsþjónustunni þennan dag.var htonum þungt um hjarta. „Ég hef unnið án árangurs," hljómaði í sál prestsins, Hann óskaði þess að vera horfinn úr tölu lifandi manna. Þegar allir voru farnir út úr kirkjunni, varð gamli presturinn einn eftir. Honum var þessi staður svo frábærlega kær. Hér hafði hann beðið fyrir einni kynslóðinni á eftir annarri. Og svo var honum loksins sagt, að hann væri ekki starfi sínu vaxinn. En hann var ekki einn í kirkjunni. þar var annar til. Aðeins einn drengur! Drengurinn hét Robert Moffat. Hann stóð nú þarna og horfði á gamla, grátandi prestinn, og fann til innilegrar samúðar með honum. Svo gekk hann til hans og lagði hendina á öxl hans. Presturinn hrökk við. „Róbert. — Ert þú hér?“ Drengurinn herti upp hugann og spurði: „Haldið þér, að ég gæti nokkurn tíma orðið prestur, ef ég legði mig allan fram?“ „Prestur?" „Kannske trúboði??" spurði drengurinn hikandi. Nú varð löng þögn. Tárin hrundu niður kinnar ganrla prests- ins. Loksins mælti hann: „Þetta læknar kvöl hjarta míns, Róbert. Ég sé, að hér er hönd guðs að verki. Drottinn Guð blessi þig, drengur minn! Já, ég held, að þú verðir trúboði." Árin liðu. Árið 1870 kom 75 ára gamall trúboði frá Afríku heim til Skotlands. Nafnið, Róbert Moffat, var nú hvarvetna nefnt með lotn- ingu og -virðingu. Hann hafði leitt hina villtustu þjóðflokka Afríku til kristinuar trúar. — Hann hafði þýtt Biblíuna á Betsjuanamál. Hann hafði unnið ný lönd fyrir kristin- dóm og vísindi. Gamli presturinn var nú dáinn fyrir löngu. — En því verður aldrei gleymt, hvað hann var þessum dreng, hvað þessi drengur vann fyr- ir heiminn. Einn drengur getur látið mikið gott af sér leiða, ef hann er góður og kemst á rétta hillu í lífinu. H. J. M þýddi. Frú Katrín (við nágrannakonu sína): „Mér þykir það mjög leiðinlegt, að hænan mín komst yfir í garðinn yðar og rótaði til í blómabeðunum yðar. Ég vona, að þér afsakið þetta?“ Frú Signý: ,,Og — þetta gerir ekkert til, því að tíkin mín er búin að éta hæn- una yðar.“

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.