Vorið - 01.09.1954, Page 8
86
V O R I Ð
Gátan um kýrnar tvær.
Fyrir langa, langa löngu var
Mullaha Nasreddin þekktur maður
í höfuðborg Persíu. Þegar menn
þurftu á aðstoð lærð.ra manna að
halda, var leitaað til lians, og þegar
drengir borgarinnar óskuðu eítir að
fá að læra eitthvað, var einnig leitað
til hans, og hann tók að sér að
kenna þeim. Og stundum gat það
komið fyrir, að drengir þessir yrðu
svo margir, að það yrði alveg heill
bekkur, sem safnaðist í kringum
Mullaha uppi á þaki bænahússins.
Eitt sinn hafði Mullaha 7 drengi
í skóla sínum. Kennarinn og nem-
endurnir sátu allir með krosslagða
fætur á hörðu gólfinu. Og bókin,
sem drengirnir lásu, var Kóraninn
(trúarlxik Múhameðstrúarmanna)
á arabisku. Þeir lásu sinn kaflann
hver, og allir lásu hátt til þess að all-
ir gætu heyrt að þeir væru að læra!
Alnnad las með syngjandi rödd:
„Ríki Allahs er bæði í austri og
vestri. Hvert, sem þú snýr þér, verð-
ur fyrir þér ásjóna Allahs!“
Mohoud las með djúpri rödd:
„Lofaður verði Allali kvölds og
morgna. Lofaður veri hann á himni
og jörðu, bæði nótt og dag!“
Sohrabs las með hljómlausri
rödd: „Hefur þú ekki séð, hvernig
Allah rekur skýin áfrarn, safnar
þeim saman, og hleður þeim í stóra
bólstra?"
Og svona héldu þeir áfram og
lásu sjö greinar úr Kóraninum —
sjö drengir með suðandi, tilbreyt-
ingarlausum rómi.
Þessi tilbreytingarlausa suða
hafði svæfandi 'álirif á Mullaha.
Þegar fluga settist á nefið á honum,
hrökk hann við. Og nú datt honum
í hug að komast eftir því, hvort
drengirnir væru ekki syfjaðir eins
og hann, og ætlaði nú að leggja fyr-
ir þá spurningu. Hann ætlaði að
spyrja einhvern þeirra, hvað hann
hefði verið að lesa. En í sama bili
heyrði hann hljóminn af bjöllum,
liann kom frá ktnn.semgenguþarna
fram hjá. Þess vegna snerist fyrsta
spurningin ekki um Kóraninn,
heldur um kýrnar.
„Drengir," kallaði hann með
þrumurödd, sem vakti bæði liann
sjálfan og drengina. Þeir, sem voru
að lesa, lögðu frá sér bækumar. En
þeir, sem höfðu fengið sér blund,
vöknuðu við vondan di'aum og
gripu bækur sínar.
„Eg ætla að leggja fyrir ykkur
spurningu," sagði hann. Drengirnir
urðu nú allir að eftirtekt og hlust-
uðu.
„Við skulum hugsa okkur að tvær