Vorið - 01.09.1954, Qupperneq 9

Vorið - 01.09.1954, Qupperneq 9
V O R I Ð 87 kýr gangi eftir þröngri götu, hvor á eftir annarri. Nú reynir aftari kýrin að ganga fram fyrir þá fremri, en sú fremri vill ekki sleppá henni fram fyrir sig, og varnar henni að komast áfram. Þarna verður svo ægileg rimma með fótasparki og hornaglamri og veifandi hölum. Þá heyrist alh í einu ægilegt sársauka- öskur frá fremri kúnni. Aftari kýrin hefur þá rekið hvössu hornin sín á kaf í fremri kúna.“ Mullaha þagnaði litla stund, strauk skeggið og spurði: ,,Hafið þið fylgst nákvæmlega með því, sem þarna gerðist?“ „Já, já,“ kölluðu allir drengirnir í kór. Nú voru þeir glaðvaknaðir. ,,Og eruð þið við því búnir að hlusta á spurninguna‘?‘ spurði Mullaha. „Já,“ svöruðu allir drengirnir sjö. „Þá er spurningin," Mullaha leit á hvern dreng til þess að ganga úr skugga um, að þeir fylgdust allir vel með: „Hvor kýrin gat sagt: Nú hef ég hala og horn á hinum sama enda á líkama mínum?“ „Sú, sem var á undan,“ hrópaði Ahmed. „Nei,“ sagði Mullaha. „Aftari kýrin," sagði Mahoud, og hinir drengirnir kinkuðu kolli til samþykkis. „Nei.“ „Báðar kýrnar,“ sagði Sohrab. „Nei,“ sagði Mullaha enn einu sinni. Drengirnir brutu heilann um þessa spuringu og reyndu að finna rétta svarið. Það var ekki fremri kýrin, ekki sú aftari, og ekki báðar kýrnar. Loks báðu þeir Mullaha að endurtaka spurninguna. Mullaha spurði hægt: „Hvor kýrin gat sagt: „Nú hef ég liala og horn á hinum sama enda á líkama mínum“?“ Nú endurtóku drengirnir sömu svörin aftur, en Mullaha neitaði þeim öllum. „Við gefumst upp,“ sögðu dreng- irnir og horfðu ráðþrota hver á ann- an. „Þú verður að segja okkur rétta svarið. „Hvorug kýrin gat sagt það,“ mælti Mullaha með breiðu brosi. „Þið hafið gleymt því, drengir mín- ir, að kýr kunna ekki að tala.“ Þýtt úr norsku H. J. M. Ferðamaðurinn: „Segið mér, hafa ekki einhverjir stórir og miklir menn fæðzt í þessum bæ?“ Heimamaður: „Nei, herra minn, hér hafa aðeins fæðzt lítil börn.“ Anna frænka (við lítinn frænda sinn): „Komdu nú og kysstu gömlu frænku þína. Ég skal þá gefa þér fimm aura.“ Litli frændi: „Fimm aura? Ég fæ miklu meira fyrir að taka inn lýsi.“

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.