Vorið - 01.09.1954, Síða 10
88
V O R I Ð
Um sparifjársöfnun skólabarna.
Mörg börn hafa gaman af' alls
konar söfnun. Sumir safna frí-
merkjum, aðrir eldspýtnastokkum,
enn aðrir safna pappírsþurrkum,
aðgöngumiðum og mörgu öðru.
Þau hafa ánægju af þessari söfnun,
en lítið gagn, og svo einn góðan
veðurdag missa þau áhugann fyrir
þessu og safnið fer kannske í glat-
kistuna. En svo dreymir alla diængi
og allar stúlkur um að eignast
ýmsa hluti, svo sem reiðhjól; skauta,
skíði, tjöld og bakpoka, tir og átta-
vita, laxastöng og margt fleira, en
allir þessir hlutir eru svo dýrir, að
fæst börn hafa ráð á að eignast þá,
og ekki er heldur víst, að foreldrar
þeirra hafi ráð á að gefa þeim slíka
hluti, en við þessu er eitt ráð: Að
byrja nógu snemma að safna íe fyr-
ir þessum hlutum. Öll börn eignast
alltaf meira og minna af aurum,
sem þau fá í afmælisgjöf, eða blátt
áfram fyrir smásnúninga, en þessir
aurar hverfa því fniður eitthvað út
í buskann, án þess að nokkuð verð-
mæti fáist í staðinn. Ef kaupstaða-
börnin söfnuðu t. d. öllu því fé,
sem þau verja fyrir sælgæti, já. söfn-
uðu því saman og legðu það í
banka. Hve mikið skyldi það vera
orðið, þegar barnið er t. d. 14 ára?
Hefur nokkur reynt þetta? Það er
skammarlega mikið, sem sum börn
eyða í sælgæti.
Nú í haust verður tekin upp
merkileg starfsemi til þess að
hjálpa börnunum til að safna aur-
unum sínum saman, í stað þess að
ganga með þá í næstu búð og kaupa
sælgæti. Snorri Sigfússon náiris-
sljóri og áður skólastjóri á Akur-
eyri, sem þið kannist öll við, hefur
að undanförnu verið að undirbúa
og skipuleggja þessa starfsemi í öll-
um skólum á landinu. Að vísu verð-
ur í haust aðeins byrjað á kaup-
staðaskólunum, en síðan verða hin-
ir væntanlega teknir á eftir.
Landsbanki íslands ætlar að
koma þarna til hjálpar, og héfur
hann ákveðið að gefa nú í haust
Itverju skólabarni í barnaskólum
kaupstaðanna sparisjóðsbók með 10
krónum í. Hann gerir þetta til að
hvetja ykkur til að nota þessa bók
og leggja inn í hana, þegar þið eign-
ist einhverja aura. Þessu verður þó
ekki þannig fyrir komið, að þið
þurfið að hlaupa í bankann í hvert
skipti, sem þið eignist eina krónu
eða 25 aura. Heldur kemur skólinn
þarna til hjálpar. Það verður vænt-
anlega valinn einn dagur í viku,
eða öllu heldur ein kennslustund í
Irverri viku til að taka á rnóti þeim