Vorið - 01.09.1954, Síða 12
90
V O R I Ð
hleypur hún í mig líka, þokka-
kindin sú arna, æ, æ! (Strýkur sig
líka.)
2. KERL.: Ojamm og jæja, það má
segja um okkur, að við munum
okkar fífil fegri, og ekki hefðum
við tekið nærri okkur að trítla
bæjarleið hérna á sokkabandsár-
unum. En nú ætlar hitinn og svit-
inn, hungrið og þorstinn alveg að
gera út af við mig.
1. KERL.: Ja, vel á minnst, elskan
mín, ég held, ég eigi hérna í klút-
bleðlinum mínum harðfisk-
tutlu, sem þér er ekki ofgott að
muðla á með mér, elskan mín.
2. KERL.: Vertu margblessuð fyr-
ir, og Guðslaun fyrir hjartagæzk-
una, elskan mín. Það er þó fróun
að fá að japla á þessu, og alltaf
þykir mér blessað harðætið ljúf-
fengt á bragðið.
L KERL.: Verst þykir rriér, hvað
þessar fáu beitlur í skoltinum eru
orðar slitnar og ónýtar. Ég get
varla unnið á þessu.
2. KERL.: Ja, elskan mín, minnstu
ekki á ósköpin, en það vill svo vel
til, að ég hef hérna kuta í pils-
vasanum, og er það engin of-
rausn, þótt ég leggi hann til með
mér. (Dregur sveðju mikla úr
vasanum og fer að skera í sundur
fiskinn.)
1. KERL. (tekur fiskbita og fer að
narta í hann): Það er nú svo langt
síðan við höfum sézt, að þú ert
náttúrlega full af fréttum, og
blessuð leystu nú frá skjóðunni.
2. KERL.: Æ, æ, ef gigtin væri ekki
alveg að drepa mig með húð og
hári, þá gæti ég nú tínt eitthvað
í þig. En ég man nú ekki eftir
neinu í svipinn, nema ef það væri
þá um undrafiskinn, sem rak á
Ströndum í hitt eð fyrra.
1. KF.RL. (siær á lærið): Bittu nú!
Ja, nú þykir mér týra á tíkar-
skarninu, og hafðu marg sæl
sagt mér! En hvaða furðu fiskur
var þetta?
2. KERL. (hristir höfuðið): Ég má
nú ekki minninu treysta, frekar
en fyrri daginn. Og nú er ég alveg
búin að steingleyma, hvað fiskur-
inn hét.
1. KERL.: Það var nú helmingi
verra, og ekki gott að ráða bót á
því. En reyna mundi ég nú að
geta upp á fiskinum, ef ég væri
ekki farin að ryðga svoddan skolli
í náttúrusögunni.
2. KERL.: Ja, hvað heyri ég! Það
kemur víst enginn að tómum kof-
unum þar hjá þér. Og mikið
rnætti ég lofa og prísa skaparann,
ef ég hefði minnið þitt.
1. KERL.: Og blessuð elskan mín,
hvað er um að tala. Lítið var, en
lokið er, það má nú segjal
2. KERL.: Þetta var svo sjaldséður
fiskur og einkennilegt nafn á
honum, að ég er hrædd um að þú
getir aldrei upp á nafninu á hon-
um, og er ég þó ekki að gera lítið