Vorið - 01.09.1954, Qupperneq 23

Vorið - 01.09.1954, Qupperneq 23
V O R I Ð 101 um. Þau áttu líka yndislegan, góðan föður. Hann var aldrei reiður eða óréttlátur, en alltaf reiðubúinn til þess að koma í leiki við börnin, og kæmi það fyrir, að hann gæti það ekki, hafði h'ann alltaf gilda afsök- un, sem hann skýrði börnunum frá. Af öllu þessu getið þið gert ykk- ur í hugarlund, hvort þessi börn hafi ekki verið hamingjusöm. En þau gerðu sér ekki ljóst, hve farsæl þau voru fyrr en hinu áhyggjulausa og glaða lífi þeirra í fallega húsinu var lokið, og allt önnur lífskjör hiðu þeirra. — En þessi sorglegu unrskipti komu fyiT en nokkurn varði. Það var afmælisdagur Péturs, sá tíundi, er hann lifði. Ein afmælis- gjöfin hans var gufuvagn nreð járn- hrautarlest í eftirdragi, fullkomnari en hann hafði nokkru sinni dreymt um. Hinar gjafirnar voru að vísu allar ljómandi fallegar, en gufu- vagninn bar af öllu öðru. En dýi'ð hans stóð því miður ekki nema þrjá daga. Hvort sem það liefur nú verið vankunnáttu Péturs um að kenna, eða því, að Fríða hafi komið of ná- lægt leikfanginu, eða þá af ein- hverjum allt öðrum ástæðum, þá var það víst, að gufuvagninn sprakk allt í einu með braki og brestunr. Pabbi hafði verið að heiman í þrjá eða fjóra daga, og nú setti Pét- ur allt sitt traust á hann, því að eng- inn var duglegri né lagnari en hann. Elann var einn þeirra, er kunni á öllu skil, ekki sízt þegar eitthvað þurfti að lagfæra. Hann hafði oft verið dýralæknir, þegar rugguhesturinn hans bilaði, meira að segja frelsað líf hans eitt sinn, þegar smiðurinn gat ekkert gjört. Það var líka pabbi, sem gjörði við brúðurúmið, er al-lir aðrir voru gengir frá, og aðeins nteð lími, smá- spýtum og vasahníf gjörði hann við öli dýrin í örkinni hans Nóa, svo að þau urðu betri en þau höfðu verið nokkurn tíma áður. Pétur tók skaðanum á gufuvagn- inum með karlmannlegri stillingu og minntist ekki á þetta fyrr en pabbi hans var búinn að borða. Marnnra átti nú reyndar hugmynd- ina. En Pétur framkvæmdi lrana, og til þess þurfti ekki litla sjálfsaf- neitun. Loksins sagði mamma við pabba: „Jæja, vinur minn! Þegar þú ert bú- inn að lrvíla þig, og koma þér vel fyrir, ætlum við að segja þér frá óg- urlegu járnbrautarslysi, og spvrja þig ráða.“ ,,Nú,“ sagði pabbi, „lofið mér þá að heyra.“ Síðan sagði Pétur alla sína sorg- arsögu og sótti það, sem eftir var af gufuvagninum. Pabbi gerði ekkert annað en ræskja sig, Jtegar hann hafði rann- sakað allt mjög nákvæmlega. Börnin stóðu í kringum liann, og héldu niðri í sér andanum.

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.