Vorið - 01.09.1954, Qupperneq 24

Vorið - 01.09.1954, Qupperneq 24
102 V O R I Ð „Er engin 'von?" spurði Pétur með lágri, titrandi röddu. „Von? Jú, ótal vonir,“ sagði pabbi glaðlega, „en það þarf nú svolítið meira en vonir, það þarf kveikingu og nýtt öryggisspjald. Ég held að þetta verði að bíða, þangað til einhvern rigningardag, eða þá þangað til seinni partinn á laugar- daginn, og þá getið þið öll hjálpað mér.“ „Geta stelpur hjálpað til að gera við vélar?“ spurði Pétur mjög efa- blandinn. „Já, auðvitað geta þær það. Stúlk- ur geta verið duglegar alveg eins og drengir, því mátt þú ekki gleyma. Hvernig myndi þér geðjast að því að stýra járnbrautarlest, Fríða?“ ,,Ég er hrædd um, að ég rnyndi alltaf verða svo óhrein í framan,“ sagði Fríða, ekki ýkja hrifin, „og líka, að ég mundi mölva eitthvað." „Ég myndi hafa garnan af því,“ sagði Róberta. „Heldur þú, pabbi, að ég gæti orðið lestarstjóri, þegar ég er orðin stór? Fða kyndari?“ „Já,“ svaraði pabbi, „ef þig lang- ar líka til þess, þegar þú ert orðin stór, þá skulum við sjá til. Ég man þegar ég var lítill drengur.-------- Rétt í þessu augnabliki heyrðist drepið á dyr úti í anddyrinu. „Hvað er nú þetta?“ sagði pabbi. Heimili Englendingsins er kast- ali hans, ,,ég vildi óska, að kringum öll lystihús væru kastaladíki og vindubrýr." í sama bili kom Rut, stofustúlk- an, inn og sagði, að tveir menn ósk- urðu eftir að tala við húsbóndann. „Ég lét þá fara inn í skrifstof- una,“ bætti hún við. „Þeir eru vafalaust með sam- skotalistann fyrir heiðursgjöfina handa prestinum," sagði nramma. „Reyndu að losna við þá sem fljót- ast. Þetta er leiðinlegt ónæði, og börnin þurfa bráðum að fara að hátta.“ F.n það var ekkert útlit fyrir að pabbi ætlaði að geta afgreitt þessa herra svo fljótt. „En hvað ég vildi óska, að við hefðum kast^ladíki og vindubrú umhverfis húsið okkar,“ sagði Ró- berta. „Þá gætum við dregið vindu- brúna upp, þegar við ekki óskuðunr eftir gestum, og þá kænrist enginn til okkar. Ég held, að pabbi verði búinn að gleyma því, sem hann ætl- aði að segja okkur frá, þeg- ar hann var lítill drengur, ef þeir verða mikið lengur.“ Manrma reyndi að stytta þeim stundir með því að segja þeim nýtt ævintýri um prinsessuna með grænu augun. En það gekk ekki vel, Jrví að alltaf heyrðist til pabba og ókunnu mannanna inni í skrif- jLolunni. Málrómur pabba var sve einkennilegur og hár og allt öðru- vísi en venjulega, Jregar fólk var að koma og biðja um gjafir til ein- hvers. En nú hringdi skrifstofubjall- an, ogallir drógu andann léttara.

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.