Vorið - 01.09.1954, Síða 33

Vorið - 01.09.1954, Síða 33
V O R I Ð 111 Lítil saga úr Langholtinu. Það var í fyrra, 20. október, að ég var gestkomandi í bárnaskólanum í Langholtinu (austanvert í höfuð- staðnum). Ég var að ferðast milli skólanna og kynna mér starfshætti þeirra. Ég var fáeina daga í hverjum skóla, sat inni í kennslustundunum og hlustaði á, fékk að sjá eitt og annað, sem verið var að gera á hverjum stað og rabbaði svo auð- vitað um sitt af hverju við kennar- ana og nemendurna. Þessi dagur í Langholtsskóla varð óvenju sögulegur. Þess vegna ætla ég að láta Vorinu í té stuttorða frá- sögn af honum. Skólastjórinn var að enda við að sýna mér þennan nýja og fallega skóla, sem er búinn flestum nýtízku tækjum, sem nauðsynleg eru við kennsluna (án þess að nokkurs stað- ar sé um íburð eða óþörf „fínheit" að ræða). Þegar við vorum að skoða heilsuverndarstöðina, v'ar skcila- læknirinn tilkvaddur, en hann var þarna að framkvæma heilbrigðis- eftirlit. Skólastjórinn fann þá upp á því, að bjóða mér að vera við skólaskoðun barnanna, og spurði lækninn, hvort nokkuð væri því til fyrirstöðu. Það Var nú síður en svo, og slóst ég því í för með lækninum inn í þá stofu, sem skoðað var í. Fyrr en þangað væri komið, mæt- urn við hjúkrunarkonunni, sem er að sækja lækninn, vegna slyss, er viljað hafði til, meðan læknirinn var að ganga með mér um heilsu- verndarstöðina. Við hröðuðum okkur nú inn í stofuna, læknirinn fyrstur, síðan hjúkrtinarkonan og síðast ég. Þegar í dyrnar kom, sá ég hvar stálpaður skóladrengur stóð við handlaugina, laut fram yfir hana eins og hann ætlaði að fara að kasta upp. Svo var þó ekki, en hann stóð þarna með opinn munninn og út úr sér laf- andi ttinguna, og vætlaði lalóð úr henni ofan í vaskinn. Nokkrir drengir aðrir stóðu þarna inni, biðu auðvitað eftir skoðuninni, en störðu nú, fullir eft- irvæntingar og hluttekningar á félaga sinn, er fyrir meiðslinu liafði orðið. Læknar þurfa að vera fljótir að átta sig á, hvernig snúast skuli við ýmsum skyndilegum tilfellum. Þeim má helzt aldrei koma neitt á óvart. Svo mun vera um þennan lækni, því að hann sagði fátt og vissi nákvæmlega hvað við átti. ,,Nú, já-já. Það er svona ,vinur,“ — eða eitthvað þess háttar, sagði hann við særða drenginn og strauk

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.