Vorið - 01.09.1954, Síða 37
V O R I Ð
115
á sunnudögum. Ég hafði því ætlað
mér að fara og hitta krakkána á Ein-
arsstöðum, en það er næsti bær fyrir
olan Valþjófsstað. Þegar hádegismat
var lokið lagði ég upp í mína fyrir-
huguðu ferð, léttur í spori og glað-
ur í huga. Segir svo ekki af ferðum
mínum, fyrr en ég kem að Einars-
stöðum. Kemur þar að mér rakki
einn, svartur sem sót, og geltir mik-
ið að mér. Þóttu mér þetta heldur
kaldar móttökur, en þó fór svo að
heimilisfólk lieyrði hundgá og var
mér nú fagnað vel. Var ég þá leidd-
ur í stofu og þáði nokkrar góðgerð-
ir. A Einarsstöðum eru tveir strákar
og þrjár stelpur, fóru krakkarnir
með mér og sýndu mér gripahús og
annað slíkt.. En brátt fengum við
leið á því, og vildu þau sýna mér
bát, sem þau áttu á tjörn nokkurri
jaar skammt frá, og ég var til í jrað
að fara og prófa hann. Segir svo
ekki af ferðum okkar fyrr en við
komum þar, sem báturinn lá. Hann
var tvístöfnungur, rennilegur og
bundinn við bakkann. Stigum við
nú um borð, náttúrlega urðum við
að þeim köppunum Gunnari. Kára
og Skarphéðni, ýttuni við svo frá
landi. Nokkrir stelkar flugu upp úr
sefinu með gargi og óhljóðum, en
við jaað komu nokkrar gárur á vatn-
ið, sem áður hafði verið spegilslétt
og fagurt. En af því að niikill og
góður farmur var í bátnum, hvolfdi
honum ekki, en við ókvrrðina datt
kappinn Kári, á óæðri endann í
austrið. Brá hann því hart við og
stökk hæð sína í loft upp. En við
spyrnuna, sem hann veitti, hvolfdi
drekanum með hinum dýrmæta
farmi, og jafnskjótt urðurn við aft-
ur að aumum strákhvolpum, sem
stóðu lutndrennandi og skömm-
ustulegir á tjarnarbakkanum.
Þorvaldur G. Einarsson.
■K
KÓPUR OG MINKURINN.
Þetta er Kópur.
Það var í fyrravor, að ég var á leið
ofan í Þverá, það er næsti bær. Ég
var að flytja mjólk á mjólkurbílinn,
ég geri Jrað oftast nær, og Kópur fer
þá rneð mér, sé hann heima. Þegar
við erurn komnir nokkuð langt of-
an á eyrarnar, þá er Kópur á undan
mér og er eitthvað að snuðra við
ána nteð gjammi og látum, svo
kemur hann hlaupandi til mín og
er með eitthvað í kjaftinum og dill-