Vorið - 01.09.1954, Síða 38
J16
V O R I Ð
ar sér öllum til, afar kátur. Ég er
svo mikið flón, að ég held að þetta
sé rotta sem hann hafi drepið, því
að það voru á honum blóðslettur.
Svo lieldur liann á þessu heim á
hlað á Þverá og leggur það á hlað-
varpann. Þá sjá þeir á Þverá, að
þetta er minkur.
Daginn eftir fór ég út á Sauðár-
krók og fékk 60 kr. út á minkinn,
svo að ég var lieldur hreykinn, ann-
ars átti Kópur það.
Nú er blessað vorið í algleymingi
(sent í vor) og ærnar sem óðast að
bera. Ég raulaði þetta að gamni
rnínu við lambærnar, það eru nöfn
á sumum:
Botna, Frekja, Bára og Hrönn,
Bláleit, Skessa, Móra,
Hatta, Lúpa, Hetja og Fönn,
Harka, Nös og Dóra.
Grána mín með gimbrar tvær
gengur upp til fjalla.
Það verða rnestu myndar æ'r,
Mjöll og Drífa lieita þær.
Hreinn, 11 ára, Axlarhaga.
Ég læt hér fyrstu vísuna, sem
Dísa systir gerði:
Pálmi, Hreinn og pabbi minn
puðast suður götu.
En mamma gantla arkar inn,
hún er að sækja fötu.
Dísa í Axlarhaga, 6 ára.
-K
FYRSTA LANGFERÐIN MÍN.
Kæra Vorl
Mig langar til að skrifa þér um
fyrstu langferðina mína (ég var þá
11 ára). Það var, þegar ég fór upp í
Möðrudal, þangað eru 72 kílómetr-
ar að heiman, eða þriggja stunda
akstur. Við vorum 9 nteð bílstjóran-
um, pabbi og mamma, Sigurður
bróðir minn, Valborg frænka mín,
Vilborg og Sigrún, þær eru systur,
sem leigja okkur húsið, og svo Aðal-
björg, móðursystir mín, og ég.
Við lögðum af stað kl. 10 f. h.,
veður var fagurt, sólskin og heið-
ríkja. Við fórum á vörubíl með far-
þegahúsi. Segir nú ekki af ferðurn
okkar fyrr en við komum upp á
Bustarfellið, þar stönzuðum við og
fórum i'it úr bílnum. Aldrei hef ég
séð svo fagurt útsýni eins og þar,
við sáum bæði ofan í Hofsárdal og
Vesturárdal, bæirnir í röðum út
með hálsinum og f jallinu(Króksvík-
urjallinu) og túnin sefgræn eins og
umgjörð utan um þá. Svo héldum
við áfram inn að Nykurvatni. Aldr-
ei hef ég séð svo stórt og fagurt
vatn ,en fallegra og stærra er samt
Þuríðarvatn. Við fórum yfir á, sem
heitir Þuriðará, rétt hjá, jrar sem
hún rennur úr vatninu, og sáum við
þá inn eftir því. Ég óskaði að ég
væri komin á báti út á vatnið. Segir
svo ekki af ferðum okkar fyrr en
viðkomum upp í Möðrudal. Engan