Vorið - 01.09.1954, Page 39

Vorið - 01.09.1954, Page 39
V O R I Ð 117 mann sáum við úti, en ógrynni af hundum. Svo fórum við krakkamir, ég, Siggi og Valborg, að skoða okk- ur um, en það var svo kalt, að við hypjuðum okkur inn í bílinn aftur. Við fórum samt bráðlega út aftur og leituðum uppi hitt fólkið, það var þá búið að finna Jón Stefánsson, og kom þá upp úr kafinu, að hann var einn heima. Hitt fólkið hafði allt farið ofan í Axarfjörð þá um daginn. Og svo gaf hann okkur kaffi, síðan fórum við að skoða kirkjuna. Þegar við komum inn aft- ur, lá bílstjórinn uppi á bekk og hraut hátt. Við vöktum hann og sögðum honum, að klukkan væri að verða 4. Þegar við komum að vegamótum Vopnafjarðar og Akur- eyrar, sá ég þúfu, sem var sefgræn af mel, og þá bað ég bílstjórann að stanza, og við Valborg tíndum vönd í pressuna okkar. Síðan héldum við heim og vorum komin heim kl. 8. Eg var orðin syf juð og þreytt og fór bráðlega að hátta. Þannig lauk þess- um skemmtilega degi. Sólveig K. Ingjólfsdóttir, Vatnsdalsgerði, Vopnafirði, Kennarinn: „Nefnið vökva, sem ekki getur frosið?“ Nemandinn: „Heitt vatn.“ DÆGRADVÖL 1. Hver af sonum Jóns Arasonar að- hylltist hinn nýja sið? 2. Hver nam land á Kirkjubæjar- klaustri? 3. Hvaða íslenzkur vatnafiskur hryggnir úti í hafi? 4. Hvaða þekkt fjall er austan við Fljótshverfi? 5. Hvaða stór sundfugl, skyldur grágæsinni, kemur hér við á ferð- um sínum vor og haust? (5. Hver af Skálholtsbiskupum átti í frægum málaferlum við liöfuðs- mann? 7. Hvaða farfugli fagna Islendingar mest? 8. Eftir hvern er þessi vísa? „Tilv'era okkar er undarlegt ferðalag. Við eruni gestir og liótel okkar jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir liópar í skörðin." Fyrstu stafirnir í svörunum mynda nafn á frægum sögustað. Hver eru svörin og hvert er nafnið? Sendið ráðningar fyrir I. nóv. n.k. RÁÐNING á dægradvöl í 2. hefti. 1. Dyngjufjöll. 2. Raforka. 3. Ein- ar Benediktsson. 4. Nylon. 5. Grett- ir. 6 Sigurður Nordal. 7. Karfinn. 8. Arnarfelí. 9. Páll Vídalín. 10. Rjúpan.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.