Vorið - 01.09.1954, Qupperneq 42
120
V O R I Ð
Gaman og alvara
Kennarinn horfði á börnin í bekkn-
um og sagði hvasst og háðslega:
„Þeir, sem vita það og finna, að þeir
vita ekkert, gjöri svo vel og komi hér
upp að kennaraborðinu og raði sér þar
upp.“
Það varð óþægileg þögn í bekknum
nokkra stund, og enginn svaraði, en eft-
ir litla stund stóð einn drengur upp og
gekk til kennarans.
„Jæja,“ mælti kennarinn, „þú veizt
það þá að þú veizt ekkert, eða hvað?“
„Það var nú ekki beinlínis það,“
mælti drengurinn, „en mér þótti leiðin-
legt að láta kennarann standa þarna al-
einan.“
Eitt sinn áttu tveir karlar, Jón og
Pétur, að sprengja brunn. Pétur hafði
kveikt á sprengjuþræðinum niðri á
brunnbotninum, og nú átti Jón að hala
hann upp. Þegar hann var kominn um
það bil miðja vegu, hætti hann að draga
og kallaði:
„Heyrðu félagi. Þú manst víst eftir,
að þú skuldar mér 20 krónur?"
Faðirinn: „Hvernig gekk Jakobi í
pi-ófinu?"
Móðirin: „Það var nú ekki von að
honum gengi vel, vesalings drengnum.
Þeir voru svo nærgætnix, eða hitt þó
heldur, að spyrja hann eingöngu um
atburði, sem höfðu gerzt löngu áður en
hann fæddist.“
I VORIÐ |
Tímarit fyrir börn og unglinga.
I Kcmur út i 4 heftum á Ari, minnst :
1 40 blaðsíður hvert hefti. Árgangurinn 1
z kostar kr. 15.00 og greiðist fyrir L maí. \
Útgefendur og ritstjórar:
1 Hannes J. Magnússon, l’.ils Briems- E
i götu 20, Akureyri, og - |
í Éiríkur Sigurðsson, Hrafnagilsstrxti |
12, Akureyri. i
í Prenlverk Odds Björnssonar h.f.
................
Maður einn kom hlaupandi eftir
þjóðveginum, móður og másandi, og
spurði mann nokkurn, sem hann mætti,
hvort hann hefði ekki séð bíl með grís-
um fara um veginn.
„Jú,“ svaraði sá, sem spurður var.
„Hefur þú kannske dottið út af pallin-
um?“
Faðirinn: „Hvað er að sjá þig, dreng-
ur? Þú mátt ekki draga köttinn á róf-
unni.“
Drengurinn: „Ég dreg hann ekki, það
er hann, sem togar í.“
Láki: „Það er maður frammi með
einn handlegg, sem heitir Kári.“
Kalli: „Nú, hvað heitir svo hinn
handleggur inn ? “
Mamma: „Heyrðu, Jói minn. Langar
þig ekki til að fá stóra, fallega köku
með sjö kertaljósum á afmælisdaginn
þinn, þegar þú verður sjö ára?“
Jói: „Nei, ég vil eldur fá sjö kökur
og eitt ljós.“