Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.10.1921, Qupperneq 1

Bjarmi - 01.10.1921, Qupperneq 1
BJARMI = KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XV. árg. Reykjavík, 1.—15. okt. 1921. 22.-23. tbl. Verið fullkomnir eins og faðir yðar á hímnum er fullkominn. Matt. 5, 48. Charles Monroe Sheldon er fæddur 1857 í Wellsville N.-Y. í Bandaríkjunum. Faðir hans var þar prestur hjá Kongregationalistum og fluttist nokkru síðar til Dakota. Hann var efnalítill, en áhugamaður og stofnaði fjölmarga söfnuði hjá ný- lendumönnum þar í fylki. Sonur hans varð að vinna fyrir sjer á námsárunuin, meðal annars með því að skrifa sögur i unglingablöð, og sóttist því námið seinna. Hann varð stúdent 1879 og tók guðfræðispróf 1886. Litlu seinna gerðist hann prest- ur hjá Kongregat- ionalistum í Water- bury í Vermont. Þar var strálbygð sveit, svo nýja prestinum gekk seint að kynnast. Tók hann þá upp á því að dvelja til skiftis hjá sóknarbörnum sínum, eina viku á hverju heimili. Pótti sumum, að presturinn yrði við það óþarflega kunnugur heimilishög- unum, en yfirleitt þótti nýbreytnin gefast ágætlega. Ræður hans tóku að vekja eftirtekt, og skömmu síðar fjekk hann köllun frá nýstofnuðum fámenn- um söfnuði i borginni Topeka i Kan- sas. Hann fluttist þangað og flutti fyrstu ræðu sína þar í ársbyrjun 1889 á búðárlofti, sem söfnuðurinn hafði leigt, því engin var kirkjan. Um sama leyti giftist hann heitmey sinni, May Merriam, er hann hafði kynst á húsvitjunarferðum sinum. — Það kom brátt í Ijós að síra Shel- don var áhuga^ maður, óhræddur við nýjar aðferðir. Hann boðaði lif- andi og starfandi kristindóm mjög ákveðið, beitti sjer gegn drykkjuskap, stjettaríg og ýms- um þjóðfjelags- syndum, og sýndi i verki að hann vildi skilja fólkið svo að hann gæti þvi betur talað við það. Við morgun- guðsþjónustu aug- lýsti hann einu sinni fyrirvaralaust: »Þessa viku verður ekki hægt að hitta mig heima nema brjeflega, jeg ætla að vera með sporvagnastjórum alla vik- una og starfa með þeim, ef jeg get«. — Smámsaman varði hann þannig mörgum vikum, einni með járnbraut- arþjónum, annari með verslunar- mönnum, þá með lögfræðingum, læknum, svertingjum o. s. frv. í atvinnuleysinu einn veturinn Cliarles Monroe Sheldon,

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.