Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1967, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.10.1967, Blaðsíða 2
HUGLEIÐING EFTIR MARTEIN LUTHER TREYSTU ORÐI GUBS „En þótt jafnvel vér eSa engill fró himni fœri aö boöa yöur annaö íagnaðarerindi en það, sem vér höf- um boðaö yður, þá sé hann bölvaö- ur." — Gal. 1. 8. ÞÚ átt að treysta orði Guðs svo óhikað og staðfastlega, að jafnvel þótt ég sjálf- ur yrði sá heimskingi (sem Guð forði mér frá), að ég afturkallaði eða afneitaði kenn- ingu minni, þá myndir þú ekki hverfa frá henni, heldur segja: Enda þótt Lúther sjálf- ur eða engill frá himni kenni öðruvísi, þá sé hann bölvaður. Því að þú átt ekki að vera lærisveinn Lúthers heldur Krists, og þú átt hiklaust að geta fundið, að fagnaðarerindið er Guðs orð, jafnvel þótt gjörvallur heimur- inn streittist gegn því. Komi dauðinn til þín eða ofsókn dynji á þér, get ég ekki verið hjá þér, og þú ekki heldur hjá mér, heldur verður sérhver að berjast fyrir sig og sigra djöful, dauða og heiminn. Ef þú reyndir þá að litast um og sjá, hvað væri orðið af mér, eða ég að sjá, hvað orðið væri af þér, og láta það hafa einhver áhrif á þig, hvort ég eða einhver annar hér á jörð segði eitthvað ann- að, þá er úti um þig og hjarta þitt hefði misst af orðinu. Þú hefðir þá ekki bundið þig við orðið heldur við mig eða einhvern annan. Og það yrði þér engin stoð. Þér dugar ekk- ert nema fagnaðarerindið eitt. Vér ættum að hafa svo mikla aðdáun á fagnaðarerindinu, að vér værum hreyknir og glaðir yfir því og gætum hrósað oss á þenn- an veg: Ég er kristinn og skírður, og þess vegna efast ég ekki um, að ég fyrir Drottin Jesúm Krist sé og muni vera herra yfir synd og dauða, svo að himinninn og allt hið skap- aða verði mér aðeins til góðs. Því að Kristur hefur sagt: Þann sem sigrar mun ég láta sitja með mér í hásæti mínu (Opinb. 3, 21). Jafnvel þótt ég bæri kórónu sem mestur allra keisara, væri það ekkert á móts við það, að ég á hlutdeild í arfi Krists og á að lifa með honum alla eilífð. En hvar rekst þú á þá, sem trúa þessu raunverulega og höndla það með hjarta sínu? Vér könnumst allir við þetta og getum talað um það, en að vér trúum því raunverulega ekki, getum vér fljótlega sann- fært sjálfa oss um á því, að þetta er oss ekki hið minnsta undrunarefni. Ef svo væri, myndum vér ekki aðeins fagna yfir þessu, heldur myndum vér einnig vera hreyknir af því. Því að sannkristinn maður er hreykinn og sæll og spyr hvorki um djöful eða neins konar andstreymi, því að hann veit, að fyrir Krist er hann herra allra hluta. Sumum ræðumönnum finnst þeir eigi það heiti ekki skilið, ef þeir boði ekki eitt- hvað annað og meira en Krist. Þetta eru þessir metorða- gjörnu sérvitringar, sem gera gvs að einfeldni vorri og blása sig upp með annarlegri vizku, til þess að menn líti hátt upp til þeirra og segi: Þetta er pré- dikari! Svona menn ætti að senda til Aþenu, þar sem menn vildu alltaf heyra eitt- livað nýtt. Þeir leita eigin heiðurs en ekki Krists. Enda- lok þeirra verða líka skelfi- leg. Gætið yðar fyrir slíkum, en haldið yður að Páli, sem ekkert vill vita nema Jesúm Krist og hann krossfestan. „Úthellið hjörtum yðar fyr- ir lionum“. (Sálm. 62, 9). Bresti yður eitthvað, þá er þetta ágætis ráð við því. Út- hellið hjörtum yðar fyrir hon- um, talið opinskátt og dyljið ekkert fyrir honum. Hvað svo sem um er að ræða, úthellið því fyrir honum, alveg eins og þegar þér ljúkið hjarta yðar liispurslaust upp fyrir góðum vini. Verið ekki hræddir við liann og hugsið ekki, að mál- efnið sé of mikið. Komið liik- laust með það. Þótt það væru margir sekkir fullir af því, sem á skortir komið með það allt. Hann er meiri synd vorri og megnar að gjöra langt um- fram það, sem vér skiljum. Marteinn Lúther. 2 IIJAItMI

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.