Bjarmi - 01.10.1967, Blaðsíða 12
KRISTNIBOÐS
pættir
-k-k-x-k-k-k-k-k-k-k-x^-k-k-k-k-k-k-x^-^-k-k-*-*
Konsóbréf frá Gísla Arnkelssyni
Arinaö
starfstímabii
er tiafiö
Konsó, 20. sept. 1967.
Kæru kristniboðsvinir.
Innilegar þakkir fyrir síðast.
Tíminn er sannarlega ekki hæg-
fara nú fremur en áður, enda
margt, sem á dagana hefur drif-
ið síðan við lögðum upp frá Is-
landi. Flugferðin gekk bæði
hratt og vel, og þrátt fyrir 6
tíma viðdvöl í London og tæpra
tveggja stunda bið í Frankfurt,
vorum við komin til Addis
Abeba klukkan hálfníu næsta
morgun. Við höfðum gott pláss
og nutum góðrar þjónustu alla
leiðina. Á flugvellinum var
okkur fagnað af þarstöddum
kristniboðum. 1 hópnum voru
mörg ný andlit, sem gáfu til
kynna, að ýmsir hefðu bætzt
við. Meðal þeirra voru Skúli og
Kjellrún. Strax á eftir vorum
við boðin velkomin á samveru-
stund hjá tilsjónarmanninum.
Við bjuggum á efri hæð gesta-
hússins og varð tíðfarið í kaffi-
sopa til landans á neðri hæðinni.
Annars var heldur fámennt í
Addis þessa daga, en fjölgaði
næstu vikuna, þegar opnun
barnaskólans færðist nær og
fjölskyldurnar komu frá stöðv-
unum í Sídamó og Gammu
Goffa. Dagana notuðum við til
innkaupa á mat og öðrum nauð-
synjum til Konsó, en fyrr en
varði lá leiðin þangað. Aðeins 2
dögum eftir skólasetningu var
komið síðasta kvöldið með Guð-
laugi og Valgerði Arndísi. Það
var mikið ósagt, en margvísleg-
ar tilfinningar, sem lágu í hljóð-
látu orðunum „Guð gefi ykkur
góða nótt“, já, góðar nætur og
góða daga, unz við hittumst á
ný, hugsuðum við með við-
kvæmni, um leið og höndin
strauk burtu fáein heit tár, sem
runnu niður litla vanga.
Klukkan hálfsjö næsta morg-
un keyrðum við út af kristni-
boðslóðinni. Leiðin lá yfir Ar-
ussisléttuna, gegnum Sheassa
Manne og til Zoddu, þar sem
við áðum smástund. Mikið hafa
vegirnir breytzt til batnaðar,
frá því við keyrðum þarna um í
fyrsta sinn. Þá fórum við árla
frá Iragalem og náðum eftir
mikla hrakninga til Zoddu laust
fyrir miðnætti, þar sem beið
okkar eftirminnilegur náttstað-
ur, og framundan lágu enn fleiri
erfiðir dagar og nætur, sem okk-
ur óraði lítið fyrir.Nú hinsvegar
vorum við komin alla leið til
Gidóle klukkan rúmlega 8 sama
kvöld. Þar beið okkar dúkað
borð og uppbúin rúm, og gott
var bæði að þvo sér, borða og
sofa. En hugurinn leitaði lengra,
og strax eftir morgunverð var
haldið áfram til Konsó. I hlaðið
keyrðum við rétt eftir sunnu-
dagssamkomu, og fengum því
tækifæri til að heilsa fjölmörg-
um þá þegar. Hálfringluð eftir
kossa, faðmlög og handabönd,
settumst við svo inn í stofu til
Elsu og drukkum ískalt sítrónu-
vatn. I hádegismat vorum við
boðin til Gunnars og Annlaugar.
Allir hér voru við beztu heilsu,
og ósegjanlegur fögnuður bjó í
hug og hjarta, er við fundum
kærleika vinanna bæði hvítra og
svartra.
Fyrstu vikuna bjuggum við
hjá Elsu. Á mánudagskvöldið
hafði hún ingjerra og vodd
veizlu niðri í samkomuhúsinu
til að kveðja norsku hjónin og
heilsa okkur. Gunnar og Ann-
laug fóru héðan á miðvikudags-
eftirmiðdag til Gidole, þar sem
þau nú eru staðsett. Sjálf keyrð-
um við þangað á fimmtudags-
morgun til að vera á suðursvæð-
ismótinu, sem stóð yfir fram á
helgi. Nálægt 100 manns mun
hafa komið frá Konsó, sumir
gangandi en aðrir með vörubíl.
Var mótið mjög vel heppnað.
Einmitt þessa daga voru Áslaug
og Jóhannes að koma sér fyrir
í læknisbústaðnum, og þið getið
nærri að við þurftum oft að
tylla okkur hjá þeim og tef ja.
Strax og við aftur vorum
heima í Konsó hófumst við
handa við standsetningu og upp-
pökkun. Nokkuð þurfti að lag-
færa og sér í lagi hefur stofan
tekið stakkaskiptum, enda ekki
verið tekin í gegn síðan í byrj-
12 BJAItMI