Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1967, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.10.1967, Blaðsíða 3
IjlIEÍ KRISTILEGT BLAÐ Kemur út einu sinni í mánuði, 16 síður nema sumarmánuðina. Þá 8 siður. Árgjald kr. 100.00. Gjalddagi 1. maí. Afgreiðsla Amtmannsst. 2B, Reykjavík. Pósthólf 651. — Símar 17536 og 13437. Ritstjórar: Bjarni Eyjólfsson og Gunnar Sigurjónsson. Prentað í Prentsmiðjunni Leiftur h.f. EFNi in.a.: Hamarshögg........................ 1 Treystu orði Guðs ................ 2 Um Ritninguna .................... 3 450 ára siðbótarafmæli ..... 4, 6, 9 Kristniboðsfréttir ... 12, 13, 14, 15 Réttlætisskrúði ............... 18 Um Mexíkó........................ 23 f naista ibl. m. a.z Jólahugleiðing, bréf frá Konsó, sög- ur, frásagnir o. fl. Afgreiðslan flutt Athygli kaupenda skal vakin á því, að afgreiðsla blaðsins er flutt af Þórs- götu 4 og á Amtmannsstíg 2B, sam- eiginlegu skrifstofu þá, sem ýmis kristileg féiög hafa opnað þar og frá er sagt á öðrum stað í blaðinu. Jafn- framt skal þess getið, að siminn er nú 17536 og 13437. — Pósthólf er óbreytt, 651. Argjaldið Þó nokkrir kaupendur eiga eftir að greiða yfirstandandi árgang. Eru þeir jj; vinsamlegast beðnir að greiða hann jjj á afgreiðslu blaðsins sem fyrst, opið jjj frá 9.30—12 f. h. og 1.30—5 e. h. — jÍÍ Kaupendum utanbæjar skal enn einu jjl sinni bent á póstávisunarsendingu !!! sem hentugasta greiðsluaðferð. Lciðrétiing 1 grein um stórgjöf til „Minningar- jjj sjóðs Ebbu Runólfsdóttur'-, sem frá er !!! sagt í 1. tbl. þessa árgangs, var faðir jj! hennar ritaður Runólfur Árnason. Hið jjj rétta er, að hann var Runólfsson. UM RITNINGUNA Vantrúin og afneitunin hafa einar notið góðs af hœttúleg- um sjúkdómi, sem þjáð hefur kirlcjuna nú á aðra öld. Það er hin hlífðarlausa biblíugagnrýni og afneitunarguðfrœðin, sem hefur notað sér hana. Með skarpskyggni og vœgðarleysi voru sannaðar ýmsar fjarstœður í Biblíunni svo og skekkjur og mót- sagnir. Opinberuninni var ýtt til hliðar en bent á, að mikið af trúarhugmyndunum vœri sprottið upp lijá frumbyggjum Kana- anslands og nágrönnum þess. Dregnar voru fram andstœðar kenningar i Biblíunni, mótsagnir milli Jesú og Páls, Páls og Jakobs og guðspjallanna. Bent var á frumstœðar hugmyndir, ósœmilega grimmd og hefndarhugarfar í Gamla testamentinu og jafnvel í því nýja. Allt, sem unnt var, var dyggilega dregið fram gegn áhrifavaldi Ritningarinnar sem Guðs orðs. Afleið- ingarnar hafa einnig orðið samkvœmt því. Lútliersk kirkja hefur allt frá upphafi verið einkennd sem kirkja orðsins. Þess vegna hefur afstaða hennar alltaf verið önnur en þessi, þar sem hún hefur viljað vera sjálfri sér trú. Siðbótarmennirnir byggja öll sín rök á Guðs orði. Lúther krefst þess að verða sannfœrður með orðum Heilagrar Ritningar. Annars beygir hann sig ekki. Siðbótarmennirnir eiga ekki nógu sterk orð til þess að túlka, hve öruggt sé að treysta orðinu, sem sé óskeikult í sáluhjálparefnum, eilífur sannleikur og án þess sé ekki unnt að þekkja Guð. Samkvœmt skoðun þeirra á manninum var hann, vegna andlegrar blindu sinnar, ekki fœr um að greina réttilega sundur orð Guðs og villu. Eina örugga hellubjargið var orðið, sem Guð hafði talað og látið ftytja. Ýmsir guðfræðingar halda enn fast við Ritninguna sem úr- skurðarváld í því, er varðar trú og líferni og líta á hana sem Guðs orð, þrátt fyrir ofsálegar árásir biblíugagnrýninnar. Þeim er Ijóst, út í hvílíka dúamýri hún leiðir kristnina. Einn þeirra ritar eftirfarandi setningar um nýtizku guðfræðinga, sem hamra á því, að Ritningin flytji ólíkar kenningar, sem ekki verði sam- rœmdar, og sé því ekki örugg heimild varðandi boðskapinn: „Þeir sjá ekki, að í þessu er sjálfsblekking. Flytji Biblian ekki hreinan, guðlegan sannleika heldur einnig jafnframt villukenn- ingu, mun, meðál mótmœlenda, guðfrœðingurinn (þ. e. a. s. mað- urinn sjálfur) óhjákvœmilega verða settur sem œðsta úrskurðar- váld, ofar orðinu.“ Sœnski guðfrœðiprófessorinn Hugo Odeberg kemst svo að orði: „Enginn er sá tími mannkynssögunnar né hópur, þjóð eða samtök, að Ritningin hafi þar ekki sama gildi og þegar Jesús sagði, að himinn og jörð mundu fyrr líða undir lok en minnsti stafkrókur lögmálsins félli úr gildi . . . Ritningin er Ijósið og lampinn, en Ijósið er ekki hjá oss sjálfum.“ Hver maður skilur, að það er ekki unnt að byggja trú eða trúarlif á gagnrýni og efasemdum. Kirkja, sem er eins og reyr af vindi skekinn, getur enga fótfestu veitt ráðlausri og veg- villtri kynslóð. B J A R M I 3

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.