Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1967, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.10.1967, Blaðsíða 7
hann háði í baráttu þeirri, sem á skall: Gegn aflátssölunni (þar var um fjármuni að ræða, svo að um munaði), gegn valdi páfa og kirkjuþinga, gegn húmanist- unum og „trúarvinglsmönnun- um“, gegn bændum og höfðingj- um o. s. frv. Ekkert var það svið mannlegra vandamála, að hinn nýi skilningur fagnaðarerindis- ins varpaði ekki ljósi á það. Um hvað ritaði Lúther ekki í ritum sínum? Hann tók afstöðu til kirkju og kennslumála, til stjórnmála og fjármála, trúar- legra málefna og siðferðismála. Hann var allsóhræddur að segja skoðun sína á hvaða máli sem var, jafnvel hinum viðkvæm- ustu. Hann gat hneykslað. Hve mikið hefur hann ekki þurft að taka sér á herðar vegna afstöðu sinnar til bændanna í uppreisn þeirra (en því er sleppt, að Lút- her tók málstað þeirra í upp- hafi) og fyrir ráðleggingu sína holdlega sinnaða furstanum Filip af Hessen til handa um að bjarga tvíkvænismálum sínum með „ærlegri, kröftugri lygi“? Áherzla skal aðeins á það lögð í þessu sambandi, að ekk- ert var fyrirfram skipulagt (eins og áður er getið), ekki heldur kirkjuklofningurinn. — Yfirskriftin yfir þessari klausu er raunverulega röng. Lúther sleit ekki tengslin við róm- versku kirkjuna heldur öfugt: Kirkjan rak villutrúarmanninn úr hjörð sinni. Lúther ætlaði sér alls ekki að stofna nýtt kirkjufélag. Hann var sannfærð- ur um það, að til væri aðeins ein kirkja, stofnsett af Jesú Kristi, og orð fagnaðarerindis- ins eitt viðhéldi henni. Sam- kvæmt sannfæringu hans var það rómverska kirkjan, er f jar- lægzt hafði hina sönnu kirkju. Lúther ætlaði alls ekki að boða einhvern nýjan kristindóm, heldur að flytja gamla, postul- lega kristindóminn í óbreyttri mynd. Hann vildi skafa falslit- inn af, til þess að upphaflegu litirnir ljómuðu á ný. Lúther og Biblían. Hann notaði aðeins eitt tæki: Biblíuna. Hann var ákafur Bibl- íulesandi alla ævi. Ritverk hans eru frá upphafi til enda ein- göngu útskýring á Biblíunni, og þau eru svo troðfull af hug- myndum og svo lifandi, að Lút- her er ennþá sá, sem mestum óróa veldur í kirkjunni. Nú er hann ekki aðeins óróaseggur rómversku kirkjunnar, heldur engu síður þeirra kirkju, sem nefnd var eftir honum. Afrek Lúthers eru óteljandi. Mest þeirra er Biblíuþýðing hans. Hann hóf það starf í Wartburg árið 1522, en þar þýddi hann Nýja testamentið á 10 vikum. Það er afrek, sem þeir einir geta skilið, sem sjálfir hafa reynt, hve sú list er erfið að þýða Biblíuna. Biblíuþýðing Lúthers hefur verið kölluð „voldugasti minnisvarði þýzkr- ar málssögu“. JVáin hynni. Mörg rit hafa á liðnum öld- um verið skrifuð um Lúther. Allir innan evangelískrar-lút- herskrar kirkju hafa viljað telj- ast erfingjar Lúthers og telja hann kristniskoðun sinni til tekna. Aðrir hafa fussandi vís- að honum á bug sem ógæfu inn- an kirkjunnar, villutrúarmanni og skaðvaldi hennar. Sjálfur var hann svo óhlutlægur, að ógerlegt er að gefa hlutlæga lýsingu af hugsunum hans. Sá, fyrir Rómverjabréfinu Fyrir liana öðlast maðurinn án þvingunar vilja og löngun til þess að gjöra öllum gott, þjóna öllum og þola hvað, sem vera skal, til Iofs og dýrðar Guði, fyrir það að hafa auðsýnt honnm slíka náð. Þess vegna er alls ekki unnt að skilja verkin frá trúnni. Það er jafn- ógerlegt og að greina hrnna og loga frá eldinum. Þú verður þess vegna að gæta þín gagnvart röngum liugmynd- uni og gagnvart gagnslausum skraffinnum, sem telja sig liafa vit á trú og góðum verkum og dæma um það, en eru sjálfir mestu flónin. Bið Guð, að hann komi trúnni til leiðar í þér, annars verð- ur þú sannarlega án trúar að eilífu, jafvel þótt þú teljir þér trú um og framkvæmir allt sem þú vilt og getur. Réttla>tið er einmitt þessi trú. Það er kallað réttlæti Guðs eða réttlætið, sem gildir fyrir Guði, af því að Guð gefur það og til- reiknar það sem réttlæti fyrir Krist, meðalgangara vorn, og fær manninn til þess að veita sérhverjum það, sem liaim er skyldur að veita. Því maðurinn verður fyrir trúna án syndar og þráir að fram- kvæma hoð Guðs. Með því veitir liann Guði þá dýrð, sem lionum her, og geldur lionum það, sem skyldugt er. Hann þjónar einnig mönnunum fúslega á allan hátt sem hann getur, og gerir þannig skyldu sína við þá. Eðlið, liinn frjálsi vilji, og kraftar vorir megna ekki að koma þessu réttlæti til leiðar. Því að eins og enginn getur gefið sjálfum sér trúna, getur liann ekki heldur tekið vantrúna frá sér. Hvernig getur hann afmáð nokkra synd, jafnvel þá smæstu? Þess vegna er allt, sem gert er án trúar eða í vantrú rangt, hræsni og synd (Róm. 14, 23). Það skiptir engu, live fagurlega það glitrar. RJARMI 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.