Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1967, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.10.1967, Blaðsíða 14
1.7 milljjónir þarf! 1 nýkomnu bréfi frá Gísla Arnkelssyni, kristniboða í Konsó, skýrir liann frá fjárhagsáætlun fyrir kristniboðs- stöðina í Konsó á næsta ári. Samkvæmt því þarf að senda 1.7 milljónir króna, með núverandi gengi, til þess að standa straum af starfi því, sem þar er unnið. Nú hefur óneitanlega lieldur harðnað í ári hér á landi, og peningar ekki eins miklir hjá fólki og áður. Hér er því alveg sérstakt íhugunar- og fyrirbænarefni fyrir ís- lenzka kristniboðsvini. Framlag þeirra til kristniboðsins má ekki lækka. Vera má, að sú staðreynd setji oss mörg fram fyrir val um, hvort vér viljum neita oss um margt, sem vér höfum ekki þurft til þcssa. Verkefnið, sem oss hefur verið falið, kallar nú á oss af meiri alvöru en fyrr. Þess þarf tæplega að geta að auk útgjaldanna lil kristni- boðsstöðvarinnar sjálfrar þarf kristniboðssambandið að greiða talsverðan ferðakostnað vegna kristniboðanna. Þar við bætist svo laun og ferðakostnaður heimaslarfsmann- anna. lenzkan mælikvarða, rúmgóð og þægileg. Einnig er til fyrirmynd- ar, hve vel er búið að hjúkrunar- nemunum. Lesendum ,,Bjarma“ mun vera kunnugt, að norska ríkistjórnin veitti fé til bygg- ingar þessa sjúkrahúss. Péð var veitt Norska kristniboðssam- bandinu, sem hefur séð um bygg- ingu þess og starfrækir það á vegum heilbrigðisstjórnar lands- ins. Fullbúið var sjúkrahúsið veitt sem gjöf til eþíópsku stjórnarinnar. Ólafur Noregs- konungur lagði hornstein að því, þegar hann heimsótti Eþíópíu í janúarmánuði 1966. Það var ánægjulegt að starfa í Irgalem aftur. Að þessu sinni var ákveðið, að við skyldum vera þar aðeins í tvo mánuði til afleysingar yfir sumartím- ann. Ólíku er að samanlíkja starfsskilyrðum í nýja og gamla sjúkrahúsinu. Nú eru aðskildar lyflæknis og handlæknisdeildir. Skurðstofur og rannsóknarstofa eru rúmgóðar og vel búnar tækj- um. Nú er aðstaða til að veita miklu meiri og betri þjónustu en áður. Aðsókn að sjúkrahús- inu minnkaði í fyrstu eftir flutn- ingana, en allt var nú að færast í eðlilegt horf aftur. Bæjarbúar eiga nú lengri leið á sjúkrahús- ið og eru háðir því að nota strætisvagna. Nokkurn þátt í minnkaðri aðsókn mátti eflaust rekja til torfærðar vegna regn- tímans. Sjúkrahúsið hefur ekki verið vígt eða opnað formlega ennþá. Búizt er við, að keisar- inn geri það, en ekki er vitað, hvenær það verður. Norska kristniboðssambandið hefur nú starfrækt ríkissjúkrahúsin í Sídamófylki (Irgalem og Neg- helli) um margra ára skeið. Við höfum áskilið okkur rétt til þess að flytja sjúklingum og aðstand- endum þeirra Guðs orð. Þetta var auðsótt mál hér í landi, sem hefur kristna ríkiskirkju, þótt forn sé. Á hverjum morgni er höfð guðræknisstund, sem er ýmist á vegum læknanna eða annarra starfsmanna sjúkra- sjúkrahússins. Auk þess er ágætur maður, sem hefur að starfi að tala við sjúklinga. Tadelesse, en svo heitir maður- inn, hefur unnið gott starf á þessu sviði. Hann fer einnig reglulega í fangelsið. 1 Irgalem eru á annað þúsund fanga. Fyrir hans tilstilli og annarra, sem með honum hafa verið, hefur tekizt að halda skóla í fangels- inu. Bækur hefur kristniboðið útvegað, en á meðal fanganna hafa verið kennarar, sem séð hafa um kennsluna. Sögu Ta- delesse hefði verið vert að skrifa upp. Sjálfur sat hann í fangelsi, þegar hann fyrst komst í kynni við kristna menn. Síðan gerðist hann matsveinn hjá norskum hjónum í Addis, og fyrir þeirra tilstilli komst hann inn í Biblíu- skólann í Dilla. Þaðan réðst hann að sjúkrahúsinu í Irga- lem. Frá starfinu á kristniboðs- stöðinni get ég ekki margt sagt. Fyrsta sunnudaginn, sem við vorum í Irgalem, talaði ég við guðsþjónustu. Þá var kirkjan fullsetin og bar mest á ungling- rnn. Það er ómetanlega mikils- vert að geta haft þennan stóra flokk skólafólks undir áhrifum Guðs orðs ár eftir ár. Skömmu eftir komu okkar var skólanum sagt upp, og unglingarnir fóru heim, sumir komnir langt að, t. d. Adane, Kifele og Jóhann- es frá Konsó, sem luku nú öðrum bekk í kennaraskólanum. Margir nemendanna starfa fyrir söfnuðina yfir sumarið sem pré- dikarar eða kennarar á náms- skeiðum. Þannig breiðist Guðs ríki út. Jesús sagði, að Guðs ríki kæmi ekki þannig, að um það væri sagt: „Sjá, það er hér, það er þar, því að það er hið innra með yður.“ Þetta sem ger- ist hið innra með þeim manni, sem gengur inn í Guðs ríki, er það, sem starf okkar fyrst og fremst miðar að að veita. Mennt- un, betri hollustuhættir og fram- farir eru vissulega áhrif, sem við reynum með starfi okkar að styðja, en allt er þetta eins og líflaus beinagrind, ef andann vantar, sem er lífið sjálft. „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið“, sagði Jesús. Loks viljum við færa öllum kristniboðsvinum beztu kveðj- ur. Yðar einlæg, Áslaug og Jóhannes. 14 R.IARMI

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.