Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1967, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.10.1967, Blaðsíða 6
450 ára siSbótarafmœli í klaustrinu. Lúther hefur held- ur aldrei krafizt þess, að sér- hver kristinn maður þyrfti að ganga gegnum það víti, sem hann varð sjálfur að reyna. Þvert á móti. Hal Koch, kirkju- söguprófessor, segir í afburða góðri bók um Lúther, að lýsa megi kjarnanum í sálarbaráttu Lúthers í klaustrinu á þessa leið: „Nútíma uppeldis- og sál- fræðihgar hafa frætt oss um veigamikið atriði varðandi þörn. Þegar börn eru ódæl, er ástæð- an oft löngun þeirra til þess að láta á sér bera, verða miðdep- illinn, og mjög oft af því, að þau eru án kærleika og skiln- ings. Að baki þessu er, segja þeir, minnimáttarkennd og fá- nýtisvitund. Áminningar og vandlæting stoða ekkert gagn- vart þessu heldur aðeins eitt: kærleikur, sem, éins og á máli sálfræðinganna segir, tekur barnið alveg eins og það er — veitir því viðtöku þannig. Ógæfa barnshugans — eins og reyndar flestra manna — sprett- ur af því, að það reynir að vera betra en það er. Lausnin er því í einu fólgin að vera tekinn gild- ur, veitt viðtaka alveg eins og maðurinn er. Það er tæpast unnt að fram- setja skilning Lúthers betur á nútímamáli en á þennan hátt. Aðstaða hans var sú, að lög- málið og áminningarnar knúðu hann áfram til fullkomnunar, sem hann hafði alls ekki til að bera og hafði engin tök á að ná. Áminningarnar juku aðeins hringsól hans um sjálfan sig og sjálfrýnina. Þá heyrði hann orð fagnaðarerindisins um réttlæti Guðs, sem er ekki eiginleiki í mínu fari, heldur gjöf Guðs, fagnaðarerindið um Krist sem þann, er fyrirgefur án þess að spyrja um verðleika og veitti þar með nýtt líf; fagnaðarerind- ið um náðina, sem veitir synd- aranum einmitt viðtöku eins og hann er — og um samfélag við Guð, ekki á sviði fullkomnunar- innar eða siðferðilegra fram- fara, heldur þar sem syndarinn er staddur á sviði syndarinnar. Það er fagnaðarerindið um fyrirgefningu án nokkurra skil- mála eða skilyrða — án lög- málsverka en af trúnni einni, þ. e. a. s. með því einu að veita Kristi viðtöku sem gjöf. Sú við- taka er ekki eitthvað, sem mað- urinn getur lagt fram — spyrjið aðeins sálfræðinga — heldur verður hún til fyrir orð fyrir- gefningarinnar og kærleikans. Hún er ekki framlag mannsins, heldur verk Guðs.“ Tengslin rofin viS Róm. Með því að ganga gegnum þrengingarnar í klaustrinu, komst Lúther á eldtraustan stað, sem var öruggur, á hverju sem gekk. Veikur og viðkvæm- ur maður varð ótrúlega máttug- ur. Hann var hertur svo, að hann gat gengið gegnum eld, tekið upp baráttuna gegn yfir- burðamiklum, almáttugum völd- um: skarpvitrum guðfræðing- um, páfanum, keisaranum, kirkjuþingum o. fl. Sá sem les siðbótarsöguna hlýtur að undr- ast, hvert sinn sem hann les hana. Afrek Lúthers eru furðu- leg. Ógerlegt er að fylgjast með þeim mörgu orrustum, sem Formáli LÚTHERS Trúin er ekki sú mannlega ímyndun og draumórar, sem sumir álíta trú. Þegar þeir svo sjá, að henni fylgir engin lífernisbetrun eða góðverk, enda þótt þeir heyri og tali mikið um trúna, þá lenda þeir í villu og segja: „Trúin nægir ekki, maðurinn verður að vinna góðverk til þess að verða réttlátur og sáluhólpinn“. Afleiðing þessa verður einnig sú, að þegar þeir heyra fagnaðarerindið, rjúka þeir af stað, skapa með eigin mætti liugarhræring í lijarta sínu og segja: „Ég trúi“. Þetta álíta þeir svo rétta trú. En jafnvíst og þetta er aðeins mannleg ímyndun og hugsun, jafnvíst er það, að þetta hefur engin áhrif á lijartalagið, kemur engu til leiðar og veldur engri betrun. Trúin er liins vegar verk Guðs í oss, sem breytir oss og endur- fæðir oss af Guði (Jóh. 1, 13), drepur hinn gamla Adam, gerir oss að gersainlega nýjum mönnum í lijarta, áræði, liuga og kröft- um og færir með sér Heilagan Anda. Trúin er lifandi, iðin, virk og máttug. Þess vegna getur ekki hjá því farið, að hún komi góðu til leiðar. Trúin spyr ekki heldur um það, hvort vinna eigi góðverk, því að þegar, áður en spurt er, hefur hún unnið þau og liún er sífellt að. Sá sem ekki vinnur slík verk er vantrúaður maður, fálniar umhverfis sig, skyggnist um eftir trú og góðum verkum, og veit samt ekki hvað trú eða góð verk eru en rausar og þvaðrar fjölda orða um trú og góðverk. Trúin er lifandi og djarft traust til náðar Guðs, svo örugg, að trúaður maður væri fús til þess að deyja þúsund sinnum í henni. Slíkt traust til guðdómlegrar náðarinnar og viðurkenning hennar gjörir manninn glaðan, hressan og djarfan gagnvart Guði og öll- um. Heilagur Andi kemur þessu til leiðar í trúnni. « n .i \ it m i

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.