Bjarmi - 01.10.1967, Blaðsíða 18
RETTLÆTISSKRUÐI
EÐA
FORSMÁNARFLÍK
Post. 3,18-24
Ég vildi í upphafi leggja
áherzlu á það, sem stendur í 19.
versinu: „Gjörið því iðrun og
snúið yður, að syndir vðar verði
afmáöar“. Þetta er í raun og
veru höfuðinntak fagnaðarer-
indisins. Þetta er það atriði,
sem greinir fagnaðarerindi Jesú
Krists frá öllum trúarbrögðum
og ti'úarhreyfingum. Það býður
okkur möguleika á því, að synd-
ir okkar verði afmáðar. Engin
önnur trúarbrögð hafa upp á
það að bjóða, að syndirnar verði
afmáðar vegna friðþægingar-
fórnar, sem lögð hafi verið fram
á þessari jörð. Mörg önnur trú-
arbrögð boða sælu eftir dauð-
ann. Þau eru klædd í búning,
sem mönnum fellur að heyra.
En Jesús sagði sjálfur: „Eg er
dyr sauðanna. Sá, sem gengur
inn um mig, mun hafa líf og
hafa nægtir“. Hann segir líka
þetta alvarlega orð: „Sá, sem
ekki gengur inn um dyrnar, held-
ur stígur yfir annars staðar,
hann er þjófur og ræningi“. Og
Guðs orð segir á öðrum stað:
„Villizt ekki. Hvorki munu þjóf-
ar né ræningjar guðsríki erfa“.
Þetta er Guðs orð. Og það er
undursamlegt að mega boða
Guðs orð, á meðan enn stendur
yfir þessi tími, sem nú styttist
svo óðfluga, tíminn til að boða
Orðið, tíminn til að gjöra iðrun,
tíminn til að fá syndir sínar af-
máðar, tíminn til að fá nafn sitt
innritað í bók lífsins. Sá tími
styttist óðum. En hann er nú í
dag. Nú er náðartími. Nú í dag
talar Guðs andi og býður okkur,
að einnig við getum fengið okk-
ar syndir afmáðar eins og var
á dögum postulanna.
Hvers vegna er svo nauðsyn-
legt að fá syndirnar afmáðar ?
Það er vegna þess, að annars
komum við inn í eilífðina með
allar okkar syndir, augsýnileg-
ar öllum í eilífðinni. Um það vil
ég aðeins benda á tvo ritningar-
staði. Annars vegar Matt. 22,
11—13. Þar segir svo: „En er
konungurinn kom inn til að sjá
veizlufólkið, leit hann þar mann,
er eigi var klæddur brúðkaups-
klæðum. Og hann segir við
hann: Vinur, hvernig ert þú
kominn hingað inn og ert ekki
í brúðkaupsklæðum? En hann
þagði. Konungurinn sagði þá
við þjónana: Bindið fætur hans
og hendur og kastið honum út
í myrkrið fyrir utan. Þar mun
verða grátur og gnístran tanna“.
Og í Róm. 3,19 segir enn frem-
ur þessu til áréttingar: „En vér
vitum, að allt, sem lögmálið
segir, það talar það til þeirra,
sem eru undir lögmálinu, til þess
að sérhver munnur þagni og all-
ur heimurinn verði sekur fyrir
Guði“.
Margir hugsa þannig: „Koma
tímar, og koma ráð. Þegar kem-
ur að því, að ég á að standa
reikningsskap frammi fyrir
Guði, þá mun ég hafa eitthvað
mér til afsökunar“. Margir
treysta því. En Ritningin segir:
„Til þess að sérhver munnur
þagni og allur heimurinn verði
sekur fyrir Guði“.
Og hvað gjörðist með þennan
mann, sem var ekki í brúðkaups-
klæðum ? Konungurinn segir við
hann: „Vinur, hvernig ert þú
kominn hingað inn og ert ekki
í brúðkaupsklæðum ?“ Þá koma
þessi þrjú orð, sem mér finnst
svo alvarleg í þessu sambandi:
„En hann þagði“.
Hvað felst í þessum orðum?
Hann hafði enga skýringu, enga
málsbót. Hann hafði ekkert
fram að færa. Hann þagði. Það
er eitt af því, sem verður án
efa skelfilegt í eilífðinni, að þeg-
ar þeir, sem upp rísa til dóms,
koma fram, hafa þeir ekkert að
segja.. Þeir hafa ekkert til af-
sökunar. Þeir vita, að sá dóm-
ur, sem yfir gengur, er réttlát-
ur. Það er skelfilegt. Hér eru
margir svo kotrosknir, þegar
þeir hugsa um eilífðina, en þá
mun sérhver munnur þagna og
allur heimurinn verða sekur fyr-
ir Guði. Ritningin segir, að sér-
hvert kné muni beygja sig fyrir
honum.
Þess vegna er það lífsnauð-
syn, að það verði einnig okkar
reynsla, eins og sérhvers, að
syndir okkar verði afmáöar, svo
að við þurfum ekki að koma með
þær inn í himininn.
Hallgrímur Pétursson talar
um þetta í 25. Passíusálminum,
þar sem hann ræðir um, hvernig
sé að koma án friðþægingarinn-
ar inn í eilífðina. Hann segir svo
í 7. versinu:
Með blóðskuld og bölvan stranga,
beiskum reyrð kvalahnút,
áttum við greitt að ganga,
frá Guðs náð rekin út,
hrakin í heljar sút,
íklædd forsmánar flíkum,
frá skúfuð Drottni ríkum,
nakin og niðurlút.
1» B.1ARMI