Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1967, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.10.1967, Blaðsíða 9
450 ára k. LÚTHER / i WORMS Grein þessi er kafli ur unglingabók am Lúther, rituð í skáldsiigustíl. Atburðir sannsögulcgir. „Hlauptu til Dómkirkju-torgs- ins. Hann dvelur þar í hornhús- inu. Það hefir aldrei komið slík- ur maður til Oppenheim fyrr.“ „Markgreifinn af Branden- burg og aðrir furstar fóru um daginn til Wittemberg til þess að sjá þennan Lúther, manninn, sem hefir hleypt af stað svo mikilli ólgu. Það er sagt, að þrjár prentvélar séu stöðugt í gangi til þess, að hægt sé að senda rit hans út um landið. Leshringar hafa nú verið stofn- aðir í öllum stórum borgum og jafnvel þorpunum, til þess að lesa rit hans,“ sagði gamall borgari. „Hefirðu heyrt, hvað Lúther sagði um aflátið?“ spurði sá þriðji. „Prestarnir neituðu að veita þeim skriftabörnum sín- um aflausn, sem lásu rit Lút- hers. Lúther segir: „Ef þú iðr- ast, verður þér fyrirgefið, hvort sem presturinn vill það eða ekki“. Ef þetta er satt, eru það góð tíðindi.“ „Ríkisþingið, sem kemur sam- an í Worms, 28. janúar, á þessu náðarári 1521, mun taka til með- ferðar mál Lúthers. Það er sagt, að nýi keisarinn, Karl fimmti, ætli að tefla honum fram gegn páfanum. Þökkum Guði, ef hann gerir það, því að páfatrúarmenn- irnir ætla að brenna litla dokt- orinn okkar, og þeir geta gert það.“ „Það er satt, og það var að- eins hið mikla hróp fólksins, sem kom því til vegar, að keis- arinn veitti Lúther leiðarbréf. Sendiboðinn, sem kom með það, kom til Wittemberg 26. marz og það er sagt, að Lúther hafi farið úr þeirri borg 2. apríl.“ „Guð er vörn mín,“ sagði Lút- her um leið og hann steig af baki við Deutscher Hof, veit- ingahúsið, þar sem hann ætlaði að dvelja í Worms. Hann dró sig strax í hlé inn á herbergi sitt og sofnaði. En á meðan hann svaf, mælti hann setning- ar, sem vinir hans vitnuðu lengi í. „Ef ég sný augum mínum til heimsins, er úti um mig. Ó, Drottinn minn og Guð! Stattu með mér gegn heiminum. Ég set ekki traust mitt á neinn mann. Þeir bregðast allir og um- breytast. Ég set traust mitt á þig, ó, Guð. Hefir þú ekki út- valið mig til þessa verks ? Vertu við hlið mér vegna Jesú Krists! Þó að menn rífi líkama minn í sundur, mun sál mín samt verða hólpin." Djörf en samt sönn orð! Lúther var ódrepandi meðan hlutverki hans var ekki lokið. Næsta dag klukkan 4 eftir há- degið, leiddi kallarinn Lúther inn um bakdyr inn í hinn mikla sal í höll biskupsins. Salurinn var fullur af fólki, eins og reynd- ar allar götur í Worms, þar sem búizt var við, að hann færi um. Hann stóð fyrir utan dyrnar, sem áttu að veita honum að- gang inn til dómara sinna. Og þegar hann ætlaði að fara að ganga inn um dyrnar, var klapp- að vinalega á öxl honum, og hrausti, gamli riddarinn, Georg Freundsberg, hetja í mörgum orrustum, sagði: „Veslings munkur, veslings munkur! Þú ætlar nú að fara að veita göf- ugra viðnám en ég eða nokkur annar yfirforingi hefir nokkru sinni veitt í áköfustu orrustum. En sé málstaður þinn réttur, og þú ert viss um það, haltu þá áfram í Guðs nafni, og óttastu ekkert. Guð mun ekki yfirgefa þig!“ Farið var inn um dyrnar, og Lúther stóð frammi fyrir Ríkis- þinginu. Aldrei hafði maður mætt frammi fyrir tígulegri samkundu. Karl V. sat í hásæti sínu, umhverfis hann voru Fer- dinand erkihertogi, sex kjör- furstar, hertogar, markgreifar, erkibiskupar og biskupar, furst- ar, sendimenn páfa og sendi- herrar — yfir tvö hundruð manns alls. Þannig var dóm- stóllimi, sem siðbótarmaðurinn mætti frammi fyrir. Hann fylltist sem snöggvast ógn. Einn af furstunum, sem sá það, hvíslaði vingjarnlega: „Hræðstu ekki þá, sem líkam- ann deyða, en geta ekki deytt sálina.“ Hann gekk nær og stóð frammi fyrir hásæti keisarans. Um stund var þögn, og því næst sagði kanslari erkibiskups- ins af Treves með skýrri, hvellri rödd: „Marteinn Lúther, hans heilaga hátign hefir stefnt þér fram fyrir hásæti sitt til þess að biðja þig um að svara tveim B.VARMI »

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.