Bjarmi - 01.10.1967, Blaðsíða 16
F. U. M. og K. höfðu námskeið íyiir starfsfólk sitt 4.—8. sept.
Voru tvœr tii þrjár frœðslustundir hvert kvöld.
Meðal efna má nefna: „Bœnin sem starfstœki". „Kristniboðið
og bömin", „Starfið í starfinu", „Starfsmaðurinn", „Hœttuárin",
hringborðsumrœður um starfið í deildum félaganna.
„Starfa því nóttin nálgast". — Þátttakendur voru frá GO—100.
Kristniboðs- og biblíunámskeið var í Vatnaskógi 16.—24. sept.
Þátttakendur voru að meðaltali um 50.
Sami háttur var hafður á og áður, ein stund daglega í lestri rits
í Gamlatestamentinu og önnur í Nýjatestamentinu.
Kristniboðstímar voru, svo nokkrar stundir úr trúarbragðasögu.
Kvöldvökur voru hvert kvöld með margs konar efni
frá kristilegu starfi og trúarlífi.
Kristniboðssambandið efndi til samkomuhalda í kristniboðshúsinu
Betaníu í Reykjavík, dagana 11.—17. sept.
Samkomurnar voru ágœtlega sóttar.
Jóhannes Sigurðsson stjómaði þeim og sá um somkomumar
fyrir hönd Kristniboðssambandsins.
Kristniboðinu gáfust yfir 16 þús. kr. í sambandi við samkomumar.
Kaffisala er ekki fréttnœmt fyrirbrigði í sambandi við félagsstarf.
Samt er því ekki að neita, að sú aðferð hefur veitt
kristilegu starfi mikinn fjárhagslegan stuðning.
Kaldœingar K. F. U. M. i Hafnarfirði höfðu kaffisölu
upp í Kaldárseli fyrsta sunnudaginn í september,
en það hafa þeir gert undanfarin þrjú ár.
Hófst hún með almennri samkomu,
og var Benedikt Amkelsson rœðumaður.
Salan hefur aldrei gengið eins vel og í ár.
Hlíðarstarfið (Vindáshlíð) hafði kaffisölu 10. september.
Nú sem fyrr sýndu vinir starfsins þar hug sinn til þess,
bœði með þvi að gefa það, sem til þess þurfti að salan gœti átt sér stað
— og siðan með því að fjölmenna og kaupa kaffi.
Ný frétt er það, að sumarstarf K. F. U. M. og K. á Akureyri
efndi til kaffisölu í sumarbúðum sinum við Hólavatn sunnud. 24. sept.
Var kaffisalan opin frá kl. 2—6
og gaf betri raun en hinir bjartsýnustu þorðu að vona.
Sjóðnum áskotnuðust yfir 22.000,00 krónur.
Konumar i Kristniboðsfélagi kvenna í Reykjavík
hafa um margra ára skeið haft fjáröflunarsamkomur fyrsta
laugardag í nóvember. Svo var einnig í ár.
Húsfyllir var og gáfust kristniboðinu 16—17.000,00 krónur.
Ingunn Gísladóttir hafði kristniboðsþátt samkomunnar,
en frú Filippía Kristjánsdóttir hafði hugleiðingu.
Kristniboðssambandið, K. F. U. M„ K. F. U. K„ Kristilegt stúdenta-
félag og Kristileg skólasamtök efndu til sameiginlegra
hátíðasamkomuhalda í tilefni af 450 ára afmœli siðbótarinnar.
Samkomumar vom fjögur kvöld, 28.— 31. október.
Á hverri samkomu var þáttur um Lúther og siðbót hans.
Hljómlistarþáttur var og á hverri samkomu og sá Gústaf Jóhannes-
son, organisti, um þann þátt samkomanna.
Var þar um að rœða hljómlist frá blómaskeiði kirkjutónlistarinnar,
m. a. eftir J. S. Bach, Buxtehude og Vivaldi.
I lok hverrar samkomu var svo hugleiðing, sem eítirtaldir
menn önnuðust hver sitt kvöld:
Guðmundur Ingi Leifsson, séra Guðmundur Óli Ólafsson,
Ástráður Sigursteindórsson og séra Sigurjón Þ. Ámason.
Samkomurnar voru ágœtlega sóttar.
Viðburðarík
Konsóíerð
Niðurlag bréfs fré Skúla Svavarssyni
Nú var páskaleyfið okkar
senn á enda, svo að við þurft-
um að hugsa til heimferðar.
Gunnar keyrði okkur til Gidole
og gekk það sögulaust, þrátt
fyrir mikla bleytu og leðju á
leiðinni þangað.
Óhugnanleg árás.
Næsta dag, sem var 6. maí,
bauðst Torjus Vatnedalen, sem
er kristniboði í Gidole, til að
keyra okkur til Arba Minch. 1
fyrstu gekk allt vel. Um það
bil miðja vegu versnaði vegur-
inn mjög, svo að við urðum að
ryðja okkur nýjan veg gegnum
kjarrskóginn og moka til þess
að ná bílnum upp úr forarpytt-
unum. Það var mjög erfitt, að
stjórna bilnum, því hann rann
til í forarleðjunni. Eitt skiptið
vorum við svo óheppin að renna
á stórt tré. Við fórum strax út
og byrjuðum að grafa. Ekki
höfðum við grafið mikið, þeg-
ar býflugnaskari réðist á okk-
ur. Þær höfðu búið í trénu og
voru nú reiðar, vegna þess að
við höfðum raskað ró þeirra.
Árásin var óhugnanleg. Bý-
flugurnar sátu alls staðar og
stungu, sama hvernig við börð-
um og hlupum. Við börðumst
og veltumst um í leðjunni eins
og óðir værum. Að lokum kom
ég mér inn í bílinn, dauðupp-
gefinn, útstunginn og þrútinn.
Kjellrún, sem var inni í bílnum,
gat svo drepið þær býflugur,
sem ég tók með mér inn í bílinn.
Þegar hún hafði drepið síðustu
fluguna, kom Torjus inn í bíl-
inn og allt fylltist af flugum
aftur. Hann reyndi að keyra,
en gat það ekki og hljóp út úr
bílnum sem óður væri. Nú hófst
nýr bardagi enn harðari en sá
fyrri. Við Kjellrún lokuðum
okkur inni í bílnum, því ég var
16 BJAKMI