Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1967, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.10.1967, Blaðsíða 8
450 ára siðbótarafmœli sem skilja vill Lúther, verður sjálfur að lesa hann og taka af- stöðu til hans. Lítið er um rit hans á íslenzku. Þó má nefna fræði hans hin minni og meiri (þau eru í „Fimm höfuðjátning- um“). Þá er og nýkomið út rit hans „Um frelsi kristins manns“, þýtt af séra Magnúsi Runólfssyni og gefið út af Heimatrúboðinu í Reykjavík. Ýmis rit hans eru til ó Norður- landamálum. Krislindómsskoðun Imns. Það er einkenni á Lúther, að hann var alltaf prédikarinn, boðandinn, hvort sem hann var í kennarastóli sem prófessor, í prédikunarstóli kirkjunnar sem flytjandi fagnaðarerindisins, sem fræðari í söfnuðinum eða höfundur rita við ýmis tæki- færi. Nú er oft komið með þá kröfu, að kristindómsfræðsla kirkju og skóla eigi að vera „hlutlæg" — laus við allan áróður. Lúther hefði vísað slíkri kröfu á bug sem einskæru þvaðri. Það er munur á auglýsingaskrumi og málefnalegri fræðslu og einnig á boðun og áróðri. Lúther vissi það. Hann dreymdi samt aldrei um að geta verið ,,hlutlaus“ gagnvart spurningunum um sannleika og lygi. Hann fræðir í fyrstu persónu („Vér eigum að óttast og elska Guð“), ekki í þriðju persónu. (Sumir kristnir menn álíta þetta, en aðrir hitt). Enginn átti að vera í vafa um, hvar hann sjálfur hafði tekið sér stöðu. Ekkert kerfi. Það er í nánum tengslum við þetta, að Lúther leitaðist aldrei við að fella kristindómsskoðun sína í lokað kerfi, ótímabundna kenningu. Rit Lúthers voru stundargögn, barátturit, sem sérstakar'aðstæður skópu, fram- lag hans í umræðurnar. Þegar hann hafði sagt það, sem segja þurfti um málið, setti hann punkt. Þessi mjög tímabundni rit- höfundarferill Lúthers var samt sem áður einkennilega óbundinn af tíma. Hver kynslóðin á fæt- ur annarri hefur, með því að taka afstöðu til hugmynda Lút- hers, leitazt við að komast að niðurstöðu um það, hvað krist- indómur sé. Lúther tókst að meitla svo skýrt skoðun sína á meginatriðum, að rit hans hafa aðdráttarafl bæði á fylgjendur og andstæðinga hans. Lúthers- rannsóknir eru stundaðar af meira kappi nú en nokkru sinni fyrr. Hins vegar er það mjög mikið vafamál, hve marga raun- verulega lærisveina Lúther eigi á vorum dögum. Honum myndi að minnsta kosti sjálfum finn- ast, að sú kirkjudeild, sem (and- stætt vilja hans) nefnir sig eftir nafni hans, sé alltof veikgeðja og varkár; hún kafi ekki nægi- lega djúpt í úrslitaspurning- una um Guð og manninn og stöðu mannsins í heiminum. Hún sé ekki heldur nógu sókndjörf út á við, eins kristnum sæmir. Lúther hefði haldið þrumandi ræðu yfir oss um frelsi kirkj- unnar og sjálfstæði gagnvart samtíðinni og hagsmuna- og áhuga-hópum hennar. Laup upp Ritningunni. Takmark Lúthers var að hjálpa mönnum til þess að verða sjálfstæðir, kristnir menn, sem tóku ekki við kirkjukenningu eða nokkurri trúarlegri eða stjórnmálalegri skipan frá vald- höfum (þetta kennir kirkjan, þetta segir flokkurinn, þess vegna er það rétt), en að þjálf- ast í því að greina milli sann- leika og lygi með persónulegri ábyrgð. Guð sjálfur talar sann- leikann til samvizku mannsins. „Orð Guðs grundvallar setning- ar trúarinnar, enginn annar, jafnvel ekki engill“. Kirkjan, páfinn, kirkjuþing, guðræknis- vitund og heimspeki mannsins sjálfs — þetta allt lýtur fagn- aðarerindinu, sem er vottað í Biblíunni, Gamla og Nýja testa- mentinu. SkóSanir á Biblíunni. Að því er varðar skoðun á Bibliunni, geta hvorki allra ströngustu bókstafstrúarmenn (svonefndir fundamentalistar) eða nútímamenn talið Lúther sér til tekna. Þeir fyrrnefndu gjöra ritaða bókstafinn að grundvelli kirkjunnar. Þeir segja: Allt, sem ritað er í Biblí- unni er sannleikur, alveg sama, hvað þar stendur. Lúther talaði oft eins og hann héldi fast við einbert ytra vald orðsins. Samt sem áður dirfðist hann að segja sína skoðun á Biblíunni og lýsa því yfir, að grundvöllur sanns kristindóms sé ekki Biblían sem bók heldur persóna Jesú Krists. Kristur er „konungur og Drott- inn Ritningarinnar" og öll rit Biblíunnar „á að dæma um sam- kvæmt því, hvort þau boða oss Krist eða ekki“. Hins vegar ger- ir nútímastefnan manninn að æðsta dómara yfir sannleika og lygi og skipar skynseminni sess ofar Kristi og vill aðeins viður- kenna það, sem mér þóknast að fallast á eða trúa. Lúther hafn- ar viðhorfi nútímaguðfræði- stefnanna, þegar hann gerir upp reikningana við húmanistann Erasmus og vingltrúarmann- inn Karlstadt. Maðurinn verð- ur að „víkja fyrir orði Guðs“ segir hann. Megininnihahl kristin- dómsins. Lúther leitaðist ekki við að stinga að mönnum fastmótuð- um setningum, svo að þeir gætu haft meginboðskap Biblíunnar í stuttum, skýrum setningum og losnuðu við það erfiði að þurfa sífellt að hlusta á fagnaðarer- indið. Samt sem áður er það at- hyglisvert, að Lúther lýsti sig fullkomlega sammála fornkirkj- unni í grundvallarfræðslu henn- ar varðandi það, hvað kristin- dómur væri. „Fræði Lúthers hin Framháld á bls. 26. (I )U A U M I

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.