Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1967, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.10.1967, Blaðsíða 20
HVElt ER FÁTÆKEIt I ANDA? Fátækur er sá, sem á ekki það, er hann þarfnast. Sá er fátæk- ur í anda (Matt. 5, 3), sem á ekki það, er hann þarfnast frammi fyrir Guði, nefnilega réttlæti. Það er að vera réttlát- ur að vera eins og lögmálið krefst. Sá er svndari, sem hefur hrotið lögmálið. Hann skortir það réttlæti, sem nægir fyrir Guði. Jesús segir: „Sælir eru fátæk- ir í anda, því að þeirra er himna- ríki“. Hann talar við lærisveina sína, sem hafa nú fylgt honum englar Guðs munu fagna og vekja athygli á því, að þarna kemur einn, sem Drottinn hefur keypt með blóði sínu. Hallgrím- ur segir: Svo munu Guðs englar segja: Sjáið nú þennan mann. Síðan kemur þetta yndislega svar: Þá muntu sál mín, svara, syngjandi fögrum tón: Lof sé þínum lausnara, lamb Guðs á hæsta trón, sigur gaf sínum þjón. Um blessaðar himnahallir honum segjum vér allir heiður með sætum són. Það verður undursamlegt. Það er ekki furða, þótt Ritningin tali um það, sem ekkert auga hefir séð og ekkert eyra heyrt og ekki hefir komið upp í hjarta nokkurs manns, allt það, sem Guð fyrirbjó þeim, sem elska hann. Hvílík undursamleg og yfirgnæfanleg dýrð. Páll postuli kallar þetta yfirgnæfanlegan og eilífan dýrðarþunga. 1 sálminum, ,,Sjá þann hinn mikla flokk sem fjöll“, er einnig dregin upp voldug mynd af því, þegar allir endurleystir einstak- lingar koma og mynda eina heild og syngja lofgjörð lamb- inu, sem hefur keypt oss Guði til eignar með blóði sínu, eins um langt skeið og er orðið ljóst af hoðun lians, að þeir eru syndarar. Nú boðar hann þeim fagnaðarerindið. Þegar maður er sannfærður um svnd sína, get- ur hann tekið á móti fagnaðar- erindinu. Sá, sem þekkir ekki synd sína, þarfnast ekki fagnað- arerindisins. Jesús útlistar fyrir þeim, að himnaríkið heyri þeim til, sem eru fátækir í andanuni. Himna- ríkið eða guðsríkið eru meðal þeirra orða, sem Bihlían notar um hjálpræðið (sbr. Róm. 14, og Ritningin segir. Mér virðist þetta verði eins og ein undur- samleg harpa í himninum, þar sem hver strengur andar lof- gjörð Guðs um eilífð. Allt þetta hefur hann keypt handa okkur. Hallgrímur hefir séð þetta fyrir upplýsingu Heil- ags Anda. Við áttum að vera íklædd forsmánar flíkum, nakin og niðurlút. En hann segir: „Þá muntu sál mín svara o. s. frv.“ Hvílíkt undur, þegar endurleyst tunga mannsins fer að tala við engla Guðs á himnum, í dýrð Guðs. Hér er tunga okkar oft og tíðum bundin, þó að hjartað syngi og vegsami Guð, vegna þess að hann, sem dró okkur upp úr glötunargröfinni og setti fætur okkar á klett hjálnræðis- ins, lagði okkur í munn ,.ný Ijóð, lofsöng um Guð vorn“. Þessi lióð, sem lögð eru inn í h.iörtu hinna endurleystu hér á iörð- unni, eru eins og ósýnilegir þræðir, sem liggja inn að dýrð- ar hásæti Guðs. Þegar þessi þráður er undinn á enda og end- urleyst sál gengur inn í dýrð- ina, munu þessir hljómar koma fram, heyranlegir öllum í eilífð- inni. Þá verður lamb Guðs veg- samað um tíma og eilífð, hann, sem lagði sjálfan sig í sölurnar til þess að kaupa okkur eilíft líf. 17). Og sæluboðanir Jesú eru annað og meira en hamingju- óskir. Þær eru boðun fagnaðar- erindisins. Þegar Jesús lýsir þá sæla, sem eru fátækir í anda, felst í því, að hann gefur þeim hjálpræði sitt, réttlæti sitt. Það er eins og Pontoppidan biskup segir: „Það er frelsandi trú, að syndarinn kemur til Krists með synd sína, með innilegri þrá eftir náð Guðs“. David Hedegárd. En eigum við þá, ef við höf- um ekki enn tekið á móti hon- um, að láta það ráðast, hvort við komum inn í eilífðina með afmáðar syndir eða ekki? Ég trúi því, eins og Guð er uppi yfir okkur, að hver sú synd, sem ekki er afmáð í blóði Jesú, muni sýnileg verða um alla eilífð, öll- um, sem þar eru. Þegar konung- urinn kom inn og sá þennan eina mann, sem ekki var í brúð- kaupsklæðum, er greinilegt, að maðurinn skar sig úr öllum. At- hyglin beindist að honum. Og hann þagði. Drottinn miskunni okkur einu og sérhverju, að við látum ekki náðardaginn, sem er í dag, líða hjá okkur. Mér segir svo hugur, að tíminn sé ákaf- lega stuttur. 1 dag er Jesús Kristur í himn- inum og biður fyrir sínum. Hann segir í bæninni fyrir lærisvein- um sínum: „Fyrir heiminum bið ég ekki, heldur fyrir þeim, sem þú gafst mér, að einnig þeir séu þar, sem ég er“. Þeir, sem hafa tekið á móti hjálpræðinu í Kristi, eiga hann sem fyrirbiðj- anda sinn við hægri hönd Guðs. í textanum, sem skráður er í upphafi þessarar greinar, segir: „Við honum á himinninn að taka, allt til endurreisnartíma allra hluta“. „Allt til“, sem sé meðan náðartíminn er, biður hann fyrir 20 II .1 A It M I

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.