Bjarmi - 01.10.1967, Blaðsíða 22
Aö „sýna” fagnaðarerindið
Kristniboði nokkur segir frá
Kínverja, sem kom ilag einn á
kristniboðsstöðina.
„Iiafið ])ér nokknrn tíma
hevrt fagnaðarerindið ?“ spurði
kristniboðinn.
„]\ei“, svaraði Kínverjinn, „en
ég hef séð það. Ég þekki mann,
sem var eins og villidýr. Hann
blótaði dag og nótt, og liann
missti stjórn á sér, þegar hann
reiddist. En hann kynntist fagn-
aðarerindi Jesú, og nú er hann
vingjarnlegur og hógvser og tal-
ar falleg orð“.
Guðs börnum. Meðan náðartím-
inn er, er hliðið opið. Meðan
náðartíminn er, er tækifæri til
að fá syndir sínar afmáðar.
Mér þykir afar vænt um þenn-
angamla vakningarsöng: „Hvíl-
ir sál þín glöð í faðmi frelsar-
ans ? Ertu þveginn í Lambs
dreyra lind?“ Ert þú þveginn í
Lambs dreyra lind? Þetta á sam-
an, að eignast hvíldina í faðmi
frelsarans og að vera þveginn
í lambs dreyra lind. Það er svo
margt undursamlegt, sem fylgir
endurfæðingunni. Orðin geta
ekki túlkað það. En það er und-
ursamlegt, þegar hjartað fær
hvíld, sem engin orð geta lýst,
þegar byrðin fellur af og sekt-
in hverfur og dauðans broddur,
sem er syndin, hverfur. Þá er
það að baki, sem skildi okkur
frá Guði og Ritningin lýsir svo
dásamlega með orðunum: „Þér,
sem áður voruð gestir og að-
komandi, þér eruð nú samþegn-
ar hinna heilögu og heimamenn
Guðs“. Þetta er það, sem gerist,
þegar við stígum yfir frá dauð-
anum til lífsins, eins og segir
á öðrum stað. Drottinn misk-
unni okkur, svo að við göng-
um ekki í efa eða vöðum í villu
og svíma og treystum á það,
að það verði einhver ráð, þegar
þar að kemur, heldur að við
gerum nú köllun okkar og út-
valningu vissa.
Pétur segir, að koma muni
spottarar með spotti, sem segi:
„Hvað verður úr fyrirheitinu
um komu hans? Því að frá því
feðurnir sofnuðu, stendur allt
við sama eins og frá upphafi
veraldar“. Það er eins og hann
hristi höfuðið og vilji benda á,
að hvað, sem spottararnir segi,
breyti það ekki komu dags
Drottins. Það er langlyndi hans,
sem veldur því, að hann bíður
enn um stund, til þess að menn
geti frelsazt.
Nói byggði hina feiknstóru
örk sína langt uppi í landi, langt
frá hafinu. Hvað skyldu hafa
verið margir spottarar á þeim
tíma, sem sögðu: „Nú er karl-
inn orðinn vitlaus af trúar-
grufli“? Skyldi það ekki hafa
heyrzt? „Byggja þetta feikn-
stóra skip þarna. Hvernig ætli
hann hugsi sér að koma því til
sjávar?“ Og allt til þess dags,
er Drottinn lokaði örkinni,
spottuðu þeir. En þegar flóðið
kom, þá tortímdi það þeim öll-
um. Það var Drottinn, og ekki
Nói, sem lokaði örkinni á eftir
honum.
Þegar englarnir komu og
heimsóttu Lot í Sódómu, fór
Lot að tala við tengdasyni sína,
þá sem áttu að ganga að eiga
dætur hans. Þeir hlógu að hon-
um. Var nokkurt útlit fyrir, að
eitthvað færi að gerast? Var
ekki himinninn eins og hann
hafði verið? Var ekki jörðin
eins og hún hafði verið? Var
ekki allt eins og það hafði ver-
ið? Það er það, sem meðal ann-
ars er svo alvarlegt, að allt þar
til dagurinn kemur, verður allt
eins og það hefur verið. „Allt
hið sama.“ Svo hlógu þeir að
honum. Englarnir ráku á eftir
Lot, og hann fór út úr borg-
inni með dætur sínar og konu
sína. Tengdasynirnir urðu eftir.
„Karlinn er orðinn eitthvað
skrítinn“.
En þegar stundin kom, féll
eldur og brennisteinn af himni
frá Drottni.
Þegar Davíð var í fjöllunum
með menn sina, ætlaði hann að
fara að ráðast að Nabal og
drepa hann, vegna þess að hann
hafði synjað þeim um björg,
þrátt fyrir það að þeir höfðu
verið eins og virkisveggur um
eigur hans, eins og Davíð sagði.
En Abígail, sem var vitur kona,
fór til þess að afstýra voðan-
um og tókst það. Nabal hafði
upplokið munni sínum, talað
spottunaryrði og sagt: „Hver
er Davíð? Hvaða flækingur er
þetta?“ Hvað varðaði hann um
það ? En þegar víman var runn-
in af honum, sagði Abígail hon-
um allt, sem Davíð hafði sagt.
Síðan segir: „Þá dó hjartað í
brjósti hans og varð sem
steinn“. Eitthvað tíu dögum
síðar laust Drottinn hann, og
hann dó.
Það er skelfilegt að hafa for-
smáð köllun Drottins, þangað
til hjartað í brjósti okkar er
orðið eins og steinn. Ef við lif-
um aðeins að nafninu til, er
hjarta okkar samt dautt, eins
og steinn í brjósti okkar. Við
getum hlustað á Guðs orð. Hann
getur verið að knýja á dyrnar,
hann, sem stendur við dyrnar
og knýr á. Það snertir okkur
ekki. Hjartað er eins og steinn
og verður það, í mörgum tilvik-
um, allt til dauða.
Drottinn miskunni okkur,
taki steinhjartað burt úr brjósti
okkar og gefi okkur hjarta af
holdi og leggi þar inn í lög sín
og setninga. Það er alveg sama,
hvað menn segja. Það breytir
ekki ráðsályktun Drottins. Þeg-
ar hans tími kemur, þá kemur
hann. Hið eina, sem við get-
um gert, er að notfæra okkur
þann náðartíma, sem okkur er
veittur til þess að snúa okkur
til hans, svo að syndir okkar
verði afmáðar — og við megum
rísa upp í óforgengilegum lík-
ama, sem er íklœddur réttlœtis-
skrúöa Drottins.
Þetta er tilboð fagnaðarerind-
isins. Það grundvallast á því, að
Jesús úthellti sínu blóði, sem
er það eina, sem getur þvegið
forsmánarflíkina, svo að hún
breytist í réttlætisskrúða.
Konráö Þorsteinsson.
22 II .1 A lt M I