Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1967, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.10.1967, Blaðsíða 29
um gæzku og miskunn Drott- ins, sem hann hefði orðið að- njótandi. I lok samverunnar varð svo alltaf að krjúpa sam- eiginlega til bænar frammi fyrir Drottni. Slíkar stundir gleym- ast aldrei. Þær voru einnig hon- um sjálfum tilhlökkunarefni, því að hann þráði trúarlegt sam- félag og var þakklátur fyrir tækifæri, sem honum gafst til sameiginlegrar bænar og vitnis- burðar. Gjafirnar var komið með í kyrrþey, og aldrei mátti kvitta fyrir þær þannig, að nokkur kunnugur gæti rennt grun í, að hann væri að gefa eða hvað hann gæfi. Það kom engum við nema Guði — og þeim sem að- stæðnanna vegna varð að af- henda féð. Gísli H. Sigurðsson var á ýms- an hátt einstæður meðal ís- lenzkra kristniboðsvina. Hann hafði komizt til trúar tiltölulega ungur að aldri, haft samband við kristilegt starf erlendis og sótt þangað styrk og andlega uppbyggingu. Áratugum saman bjó hann þar, sem hann átti eng- in tök á trúarlegu samfélagi í þeirri mynd, sem hann þráði. En hann var staðfestur, hlýr og einlægur í trú sinni. Frábær reglusemi hans og snyrti- mennska birtist í öllum sam- skiptum, sem við áttum við hann. Minnisstæð verða einnig hógværð hans og hjartahlýja, fögnuðurinn og þakklætið til Drottins. Það kom sífellt fram í orði og verki svo, að virðing vakti og traust. Það er ekki að- eins orðtak, þegar sagt er, að með honum sé kvaddur einn af beztu kristniboðsvinum þessa lands, maður sem þakkir fylgja frá þeim, sem gafst að kynnast honum og eiga samfélag við hann. Eftirlifandi konu hans og tveim sonum þeirra, Sigurði og Steingrími, eru færðar samúðar- kveðjur, svo og öðrum vanda- mönnum. Guð blessi minningu Gísla H. Sigurðssonar. Bjarni Eyjólfsson. ♦ Kristileg skólasamtök geng- ust fyrir liaustmóti helgina 9.— 10. sept. Var þaö að þessu sinni haldiö í Kaldárseli. Dagskrá var fjölbreytt og þátttakendur um 80. Sögðu þeir, að þetta hefði verið gott mót. Aðalfundur samtakanna var háldinn þann 30. sept. I stjórn voru kosin Sœvar B. Guðbergs- son, formaður, Gunnar Sandholt, ritari, og Elín Einarsdóttir, gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Valdís Magnúsdóttir og Sigur- björn Sveinsson. Samtökin hafa fundi í húsi K. F. U. M. og K. við Amtmanns- stíg á laugardögum. — Á út- breiðslufundi í október voru 150 —160. Auk þessara reglulegu funda hafa verið hafðir fundir í Réttarholtsskóla, Vogaskóla, Hagaskóla og Flensborgarskóla. Hafa sumir þessara funda verið með ágœtum sóttir, en aðrir miður. ♦ K. F. U. M. í Reykjavík hef- ur hafið starf á sjötta stað í borginni og umhverfi hennar. Stofnuð hefur verið drengja- deild t Árbæjarhverfi. Hefur hún fundi vikulega í félags- heimili Framfarafélagsins þar. Sókn hefur verið ágœt. ♦ Unglingadeild K F. U. K. t Hafnarfirði hefur vcrið álveg óvenjulega vel sótt, það sem af er vetri. / unglingadeildum eru stúlkur nœst fermingaraldri, um 13—16 ára, þó 12 ára sé sums staðar með. Hafa verið um 100 stúlkur á fjölmennustu fundum deildarinnar þar nú fyrrihluta vetrar. ÆSKULÝÐS STARF ♦ Unglingadeild K. F. U. M. á Akureyri hefur einnig verið ágœtlega sótt undanfarið. Hafa milli 50—60 piltar verið þar á fundum, þegar bezt ltefur verið, og er gott að fá sltka sókn hjá piltum á þessum aldri. Er von- andi, að svo haldi f ram, sem ver- ið hefur. ♦ Unglingadeildirnar t Reykja- vtk ganga sinn vana gang, með svipaðri sókn i K. F. U. M. og verið hefur. ♦ Kristniboðs- og œskulýðs- vika var háldin á Akureyri 12. —19. nóv. Héðan að sunnan fóru Gunnar Sigurjónsson og lngunn Gisladótiir til þess að táka þátt í samkomuhöldunum. lngunn gat þó ekki verið nema á fyrstu samkomunni, því hún rann á hálku og brotnaði hryggj- arliður i henni. Mun hún þurfa að liggja um tveggja mánaða skeið. Dregst því sennilega eitt- hvað, að hún geti farið á tilsett- um tíma til starfsins í Konsó, en hún átti að fara í byrjun janúar n. k. Samkomurnar voru sæmilega sóttar og gáfust kristniboðinu yfir 11 þús. krónur. Jónas Þ. Þórisson, sem starf- ar á skrifstofu þeirri, sem kristi- legu félögin hafa opnað sam- eiginlega, hljóp í skarðið fyrir Ingunni og vann að samkomu- höldunum m,eð Gunnari, og fór einnig með honum til samkomu- hálda, sem þau Ingunn áttu að hafa í Skagafirði. BJAUMI 2»

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.