Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1967, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.10.1967, Blaðsíða 5
lífið gerir miskunnarlausar kröfur, sem maðurinn getur ekki skotizt undan. Afstaðan til Guðs einkenndist í uppvextinum fyrst og fremst af ótta. Hann segir oft frá því, að hann hafi ekki getað losnað við mynd, sem snemma grópaðist í huga hans. Það var mynd af Kristi sem ströngum dómara með sverð í munninum og sitjandi á regn- boga. Hann efaðist ekki um, að Guð sé veruleiki, en allt, sem kom frá Guði, hæfði hann í sam- vizkuna. Maðurinn er ákvarð- aður til þess að gefast Guði al- gerlega og elska hann, án þess að þar búi nokkuð annað á bak við, hvorki það að hljóta himin- sælu, eða að losna við hegningu eða helvíti, heldur gefast Guði og elska hann eingöngu kærleik- ans eins vegna. Sá sem elskar í raun og sannleika gjörir það ótilkvaddur og fúslega, án þess að græða nokkuð á því. Guði hæfir ekki nema hið fullkomna. Lúther þekkti ekki málamiðlun. Það varð að ganga leiðina á enda, hvað sem það kostaði. Lúther áleit, að hann ætti sjálfur að gjöra sig hæfan til þess að mæta Guði. Hann ætti að vinna alls konar guðrækileg og góð verk til þess að ná þessu mikla takmarki. Hann reyndi að feta upp himnastigann þrep fyrir þrep, því að hann var þess fullviss, að hann gæti eingöngu mætt Guði „á sviði heilagleika Guðs“. Þegar hann svo var hér um bil kominn að takmarkinu, hrapaði hann aftur niður, eða öllu frekar: Honum varð ljóst, hve óraf jarri takmarkinu hann var, því að honum varð ljóst, hve hann var eigingjarn, einnig í leit sinni að Guði. Þegar baráttan í klaustrinu stóð sem hæst, uppgötvaði Lút- her, að Biblían (og þá fyrst og fremst Páll, sem hefur skýrast og afdráttarlausast framsett kjarna kristindómsins) boðar Guð, sem er allt öðruvísi en guð- fræði þeirra tíma boðaði. Það er að vísu rétt, að Guð slær aldrei af kröfu sinni gagnvart TréskurSarmynd af Mar- teini Lúther, gerð órið 1521. Neðri myndin er af Witt- enberg eins og borgin leit út á 16. öld. Hallarkirkjan lengst til vinstri. mönnunum. Krafan er óhaggan- leg, og vér getum ekki losnað við hana. Þessi sami Guð, sem krefst mannsins algerlega með tvöfalda kærleiksboðorðinu, mætir oss samt í Jesú Kristi sem Guð, er fyrirgefur oss „glöt- uðum og fyrirdæmdum mönn- um“, eins og Lúther orðar það í skýringu sinni á annarri grein trúarjátningarinnar. Hann fyrirgefur algerlega og veitir oss viðtöku alveg eins og vér erum. Guð hefur ákvarðað að stofna til samfélags við mann- inn og þá ekki á sviði heilag- leika Guðs sjálfs, heldur þar sem maðurinn er, á sviði syndar- innar. Þegar Lúther hafði eignazt frið og lausn, ritar hann klaust- urbróður sínum, sem örvæntir: „Gættu þess, að þú hneigist aldrei til svo mikils hreinleika, að þú hættir að vera syndari í eigin augum. Því að Kristur tek- ur sér aðeins bústað í syndur- um. Þess vegna steig hann nið- ur af himni, þar sem hann bjó meðal réttlátra, til þess að hann gæti einnig tekið sér bústað í syndurum." GuS veitir oss viStöku eins og vér erum. Það er nútímamönnum óskap- lega erfitt að skynja dýptina í baráttu þeirri, sem Lúther háði B JARMI 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.