Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 9
þeim að þú viljir bara vera sjálfstæður einstaklingur. Sestu niður með þeim og segðu þeim að þér þyki áfram jafnvænt um þau, en það sé mikilvægt fyrir þig að verða sjálfstæður einstaklingur og ekki bara hluti af fjölskyldu. Það getur verið að það Iíði nokkur tími áður en þau skilja það, en fyrr eða síðar mun það renna upp fyrir þeim, einkum ef þú segir þeim og sýnir að þér finnist gott að eiga þau að og að þér þyki vænt um þau. Foreldrar sem sífellt eru að nöldra í börnunum sínum eru oft að leita eftir fullvissu þess að börnunum þeirra þyki enn vænt um þau og þau njóti viður- kenningar þeirra. Ef þú vilt að þau hætti að nöldra í þér skaltu sýna þeim að þau séu þér mikils virði og þér þyki vænt um þau. Foreldar mínir treysta tnér ekki Jæja! Þú ert sem sé að gefast upp vegna þess að foreldrar þínir treysta þér ekki? Felst vantraust þeirra í því að þau láti þig vera afskiptalausa úti alla nótt- 'na, leyfi þér að nota bílinn að vild og velja þér þá vini sem þér sýnist? Hvað getur orðið til þess að þau fara að treysta þér? Þú verður einfaldlega að sýna þeim að þau geti treyst þér. Þér finnst það ef til vill ranglátt, en þannig er þessu nú samt farið. Þú getur byrjað a ýmsu sem þér finnst vera smáatriði en skipta þó oft miklu máli. Ef þau ætlast öl að þú komir heim kl. 12 á kvöldin en Þú kemur alltaf tveim tímum seinna, þá er augljóst að það er ekki auðvelt að treysta þér. Ef þú hringir hins vegar og segir: „Ég er á leiðinni en kem ekki fyrr en eftir um það bil 25 mínútur svo að ég Verð 15 mínútum of seinn," þá eru meiri 'íkur á að þú fáir að vera lengur úti næst begar þú biður. Ef þú átt skynsama foreldra er áreið- anlegt að þau vilja að þú verðir sjálf- stæður einstaklingur. Þeir óska sér ekki að eiga unga sem aldrei yfirgefa hreiðrið. Þeir vilja að þú lærir að fljúga. £n það lærirðu smátt og smátt. Fugls- ungi flýgur ekki burt á fyrsta degi og skaffar nágrannakettinum morgunverð. Hann byrjar með lítilli flugferð til að sjá nvernig gengur. Smám saman verða ferðirnar lengri. Loks rennur upp sú stund að hann getur farið allra sinna terða án þess að taka of mikla áhættu. foreldrar ínínir hlusta ekki á mig Foreldrar þínir yrðu sjálfsagt undr- andi ef þeir heyrðu þig segja þetta. Þeim finnst nefnilega að það sért þú sem ekki hlustar á þau. Það er athyglisvert að fólki sem hefur lengi lifað í nánu sambandi gengur oft illa að skilja hvert annað. Hefurðu annars reynt að svara með heilum setningum þegar foreldrar þínir spyrja þig um eitthvað í stað þess að láta geiflur og grettur duga? Það er alls ekki svo erfitt að búa til setningar. Og þær búa yfir þeim eiginleikum að miðla hugsunum. Grettur og geiflur lýsa að- eins afstöðu og þú getur ekki tjáð þig með þeim einum. Önnur leið til að fá foreldra þína til að hlusta á þig er sú að þú segir þeim að þú þarfnist þeirra. „Sagðir þú: Þarfnist þeirra?" Já, ég sagði það. Að viðurkenna það er ekki veikleiki heldur ber það vott um styrk. Ég þekki strák sem var hársbreidd frá því að lenda í árekstri á bíl foreldra sinna. Hann hafði sýnt gáleysi og varð verulega skelkaður. Veistu hvað hann gerði? Hann fór beina leið heim og sagði föður sínum hvað komið hafði fyrir. Þér finnst ef til vill að hann hefði ekki átt að segja frá, en hann gerði það samt. Þannig viðurkenndi hann að hann gat gert mistök. En þetta var það besta sem hann gat gert til að ávinna sér traust föður síns. Það er einnig gott að skrifa bréf þegar þú ert fjarverandi. Og foreldrar kunna vel að meta stutt símtal. Það hlýjar foreldrum þínum um hjartaræturnar að heyra að þú sért með svolitla heimþrá. Þú heldur ef til vill að félögum þínum þyki asnalegt ef þú segir þeim að þú saknir foreldra þinna. En hugsaðu um hvað þér er mest virði. Viltu að foreldrar þínir viti að þér þyki vænt um þá? Abyigð Foreldar þínir taka eftir því hvernig þú bregst við ólíkum aðstæðum. Kanntu að fara með peninga eða sóar þú þeim í vitleysu? Ertu með ólund í viku ef þú verður fyrir vonbrigðum eða gerir þú eitthvað til að komast yfir vonbrigðin? Ef þú vilt láta umgangast þig sem ábyrgan einstakling þá skal ég gefa þér nokkur einföld ráð til að svo megi verða. Búðu um rúmið þitt. „Nei, ekki einu sinni enn," hugsar þú. „Þetta hef ég heyrt áður." En ég segi þetta í alvöru. Búðu um rúmið þitt, láttu fötin þín ekki liggja um allt gólf og bjóddu að fyrra bragði aðstoð við uppþvottinn. Hvers vegna? Hvort sem þú trúir því eða ekki þá hefurðu gott af þessu. Þegar 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.