Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 5
Gunnar M. Sandholt er félagsráð- gjafl og starfar á Félagsmála- stofnun Kcykjavíkurhorgar. UNGLINGAR Á ÁRIÆSKUNNAR Unglingar og kristilegt starf meðal unglinga er í brennidepli að þessu sinni. Tilefnið er alþjóðaár æskunn- ar. Það verður víða komið við og reynt að kynnast starfi KFUM og KFUK og KSS á meðal unglinga. Þá verður vikið að „foreldravandamálinu" í þýddri grein, en fyrst skulum við kynnast þeim sem allt snýst um, þ.e. unglingunum sjálfum. Qunnar M. Sandholt: Unglingurinn, hejmur hans oq fagnaðarerindið í þessari grein verður leitast við að skoða nokkra þætti í fari og aðstæðum svokallaðra „eðlilegra" unglinga. Grein- inni er sem sé ekki ætlað að fjalla um unglingavandamál eða vandamálaungl- Jnga. Á hinn bóginn verðum við að hafa 1 huga að unglingsárin eru tími breyt- inga og umbrota, þar sem manneskjan, sem í hlut á, stendur andspænis vanda- sömum verkefnum, sem hún skynjar sem vandamál. Einnig að aðstæður °kkar og samfélagshættir eru þannig vaxin, að margir skynja samskipti ungl- •nga og fullorðinna sem meiri háttar vandamál. Það er ekki nýtt að fullorðnir hafi áhyggjur af þeim, sem ungir eru. Það er staðreynd að unglingar eru ekki það sem þeir voru einu sinni. Það hafa þeir raunar aldrei verið! „Æskan á okkar dögum hneigist til munaðar. Hún er illa siðuð, fyrirlítur yfirboðara sína, sýnir fullorðnum óvirðingu og talar þegar hún á að vinna. Unglingar brúka munn við foreldra sína, masa á mannamótum, bryðja sætindi, krossleggja fætur og ógna kennurum sínum". Við þekkjum öll þann er svo mælti. Það var hvorki mentamálaráðherra né biskup heldur Sókrates. Nokkuð er um liðið síðan hann lifði. Þannig hefur æskan jafnan vakið umtal, ýmist þannig að hneykslast hefur verið eða þá að lítið er gert úr vanda hennar og sérstöðu á hverjum tíma. Hvort tveggja er jafn vitlaust og gagnslítið. Hvað er unglingur? Það var þá spurning. Unglingsár eru tímabil milli bernsku og fullorðinsára. Það hefst þegar unglingurinn byrjar að taka út kynþroska, og því lýkur þegar hann öðlast full félagsleg réttindi og hefur tekið út líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska (— með þeim stóra varnagla að fullþroska einstaklingur hættir vonandi aldrei að þroskast!).

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.