Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 28
VINHUSKÓLI KFUM OG KFUK SUMARID1985 Vantarþigaðstoðarfólksumarið 1985? Garðvinna, mótahreinsun, málningar- vinna, gróðursetning, flutningar, aðstoð við pökkun, heimilisiðnað# bílaþvott, hreinsun og fl. og fl. Stjómir KFUM og KFUK í Reykjavík hafa ákveðið að starfrækja vinnuhóp unglinga á aldrinum 16-18 ára í sumar. Tilgangur- inn með starfseminni er þríþættur: 1. Qefa unglingum í KFUM og KFUK tækifæri á sumarvinnu, en erfitt er fyrir unglinga á þessum aldri að fá vinnu. 2. Vinnuhópurinn sér til að eignum félagsins verði vel við haldið og snyrtilega. 3. Félagsfólki og öðrum sem áhuga hafa verði gefinn kostur á að kaupa út vinnu unglinganna. Þessi auglýsing er birt til að safna verkefnum fyrir vinnuskól- ann. Ræðst umfang þessarar nýju starfsgreinar af undirtektum félagsfólks og verkefnum sem fást. Viljum við hvetja fólk til að notfæra sér vinnuhópinn. Nánari upplýsingar eru veittar á Aðalskrifstofunni, Amtmannsstíg 2B milli kl. 9-17, alla virka daga í síma 17536. Guðmundur Quðmundsson æskulýðsfull- trúi KFUM og KFUK í Reykjavík verður með yfirumsjón með hópnum. Almenna mótið í Vatnaskógi Almenna mótið verður haldið í Vatnaskógi dagana 28.-30. júní í sumar. Yfirskrift mótsins og efni samverustundanna er valið út frá ýmsum köflum úr bréfum Páls til Tímóteusar og með hliðsjón af því að nú er ár æskunnar. Minna má á að á móti í Vatnaskógi geta fjölskyldur og einstaklingar, ungir jafnt sem gamlir átt góðar samveru- stundir. Ástæða er til að hvetja menn til að sækja mótið og taka þátt í undirbúningi þess með fyrirbæn. Þá verður kristniboðsþing í Vatnaskógi dagana 1.-3. júlí. Fyrir langalöngu kom fram maður sem nefndur var Gullinmunnur. Krýs- ostomos heitir það á grísku en fullu nafni hét hann Jóhannes Krýsost- omos. Hann fæddist ekki með gullmunn en fékk hann er tímar liðu fram. Sagnir herma að hann hafi haft mál- lýti. En hann agaði og tamdi tungu sína. Oft stóð hann á ströndu og hrópaði mót öldum og drunum hafs- ins. Pá kom fram skýr og kröftugur málrómurinn. Rödd hans hafði því eitthvert seiðandi afl þegar hann sóp- aði að sér áheyrendum síðar á ævinni. K rýsostomus (ending nafns- ins er oftast rituð -us að latneskum hætti) fæddist í Antíokkíu árið 347. Móðir hans varð snemma ekkja, en sonurinn var henni eitt og allt. Hún bað fyrir honum og bar umhyggju fyrir honum dag og nótt. Um skeið virtist svo sem hann mundi gefa sig heiðinni heimspeki á vald. Kennari hans hét Líbaníus og vildi hann að hann tæki við af sér, enda hefði hann gert það „ef kristnir menn hefðu ekki rænt honum," eins og Líbaníus komst að orði. En móðir hans hafði umlukt hann bænum sín- um svo að hann slapp úr greipum hinna heiðnu fræða og æskusynda. Loks náði Kristur tökum á hjarta hans. Hann gjörði iðrun og lét skírast árið 370. Þá var hann 23 ára. Hann vildi nú verða munkur en móðir hans grátbað hann að yfirgefa sig ekki. Þess vegna settist hann að með öðrum ungum mönnum í heima- borg sinni og ástundaði bæn og lestur Biblíunnar. Allir litu upp til hans og þótti hann svo vel gefinn að þeir vildu að hann yrði biskup. En það skelfdi hann svo að hann flýði út í óbyggðir og var einbúi í sex ár, síðast í helli- Sakir veikinda varð hann að snúa aftur til Antíokkíu. Þar hlaut hann það verkefni að predika í hinni stóru kirkju í borg' inni. Hann talaði þar í 12 ár. Múgur og margmenni safnaðist að ræðustól hans. Fyrir munn hans voru menn leiddir til Krists og heilags lífernis. Stundum kunni múgurinn sér ekki læti af fögnuði þegar hann talaði- Hann ávítaði fólkið en allt kom fyrif ekki. Það varð að hrósa „gullinmunn- 28

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.