Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.05.1985, Blaðsíða 13
Stutt spjall við Quðmund Guðmundr>on, æskulýðsfulltrúa KFUM og KFUK í Reýkjavík í tilefni af ári æskunnar: „Opnar dyr og verkmiklar" Guðmundur Guðmundsson, BskulýðsfuHtrúI KFUH ocj KFUK — Hefur það einhver áhrif á rótgró- •ð æskulýðsstarf KFUM og KFUK að Þetta ár er sérstaklega helgað æsk- unni? — Það að athygli fólks er beint að málefnum æskunnar og æskulýðsstarfi almennt er félögunum mikið fagnað- arefni. Það veldur ef til vill engum stórbreytingum í starfinu, því við erum með áherslu á æskulýðsstarf á hverju ári, en það að margir aðilar v'lja nú taka höndum saman við að efla æskulýðsstarf er okkur hvatning fll að vinna enn betur að því að bjóða ^skunni tækifæri til þátttöku í kristi- legu félagsstarfi. — Getur þú sagt okkur frá því helsta sem verið hefur á dagskrá í unglingastarfi félaganna það sem af er af ári æskunnar? -— Kjarninn er sem fyrr vikulegir fundir í unglingadeildunum víðs vegar a höfuðborgarsvæðinu. Eitt áherslu- atriði á ári æskunnar er að unglingar kynnist kjörum og viðhorfum jafn- aldra sinna annars staðar í heiminum, °8 deildirnar völdu að kynna sérstak- lega í vetur lifnaðarhætti unglinga í Kenýa og Eþíópíu. Kristniboðar frá Pessum löndum hafa heimsótt flestar deildir og félögin hafa safnað fé til að styrkja unglingastarf í þessum 'öndum. Af öðrum atriðum sem verið nafa á dagskrá má nefna unglinga- kvöld sem haldin voru fyrir allar deildir í Reykjavík og nágrenni, innanhúss fótboltamót pilta og stúlkna í unglingadeildum, blaðaút- gáfu sumra deilda, ferðalög og ekki má gleyma þátttöku unglinga í starfi í yngri deildum félaganna, þar sem þeir vinna ómetanlegt starf. — Nú er vetrarstarfinu að Ijúka. Yerða einhverjar nýjungar í unglinga- starfi félaganna í sumar? — Jú, reyndar. Eitt af markmiðum æskulýðsársins er að skapa unglingum atvinnutækifæri og í sumar verður starfandi vinnuhópur unglinga á veg- um félaganna. Hópurinn mun taka að sér ýmis konar verkefni fyrir fólk almennt og einnig mun hann sinna viðhaldi á eignum félaganna. Stærð hópsins ræðst af því hvaða verkefni fást og vil ég vekja athygli fólks á frétt um þetta annars staðar hér í blaðinu. Annað atvinnutækifæri fyrir unglinga verður væntanlega í tengslum við sumarstarf meðal barna inni á Holta- vegi. Það tengist einnig ári æskunnar að um þrjátíu stúlkur úr KFUK fara á unglingamót í Danmörku og hingað koma um hundrað piltar frá Norður- löndunum á norrænt KFUM drengja- mót í Vatnaskógi. Eins og undanfarin ár verða KFUM og KFUK með leikjakvöld fyrir ungl- Starfsgrelnar KFUH oci KFUK eru ótal margar. A inyiiciiiiiii eru sigurvegarar ¦ luiatI.spyiiiuniol i YD KFUH í Reylcjavík 1985, yngri deUdin i Hólabrekkuskóla. inga á Holtavegi í samvinnu við Kristileg skólasamtök og um verslun- armannahelgina er stefnt að lands- móti unglinga í Vatnaskógi. — Hvers væntir KFUM og KFUK af ári æskunnar? — Við væntum þess að ljósið sem beint er að æskulýðsstarfi á árinu verði til þess að bæði einstaklingar og hið opinbera sjái betur nauðsyn þess að styðja slíkt starf. En við væntum þess einnig að æskulýðsárið hvetji okkur sjálf til að hugsa um æskulýðsstarf á nýjan hátt. Það er krefjandi að starfa meðal unglinga. Þeir sem gefa sig í það, þurfa á stuðningi að halda í fyrirbæn og peningalega. Það sem liggur fyrir á næstunni er að skipuleggja boðunar- starfið í deildunum næsta vetur og útbúa hentugt hjálparefni fyrir sveita- stjóra. Við erum æskulýðsfélög og á tímum þegar margir missa tengsl við lifandi kristindóm á unglingsárunum megum við ekki halda að okkur höndum. Vandamál unglingastarfsins er ekki að við náum ekki til ungling- anna, heldur að fúsar hendur til að vinna með unglingum. Okkur standa opnar dyr og verkmiklar. Guð gefi að ár æskunnar verði okkur köllun frá Guði til að elska og þjóna æsku landsins, eins og okkur var þjónað á síhum tíma. 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.