Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 4
Hugleiðing
eftir Bjarna Qíslason
Slappaðu af *
Bjarni Gíslason
sölumaður
„Bíð róleg eftir Guði sála mín, því að frá
honum kemur von mín" (Sálm. 62,6).
Skrítin orð! Á ekki einmitt kraftur og athafnasemi að
einkenna hinn kristna mann? Eru það ekki fullmikil
rólegheit að bara bíða? Samt segir sálmaskáldið „Bíð
róleg". Við nánari athugun kemur í Ijós að þetta eru
mikil vísdómsorð. Allt of oft eru ákvarðanir teknar í
skyndi og óþolinmœðin látin ráða ríkjum í lífi okkar.
Við mennirnir sjáum svo skammt og byggjum svo oft á
eigin visku og dómgreind. „Bíð róleg" — eftir hverju?
—Jú, eftir Guði, eftir vísdómi, leiðbeiningu og kraftifrá
honum. Án hans eigum við enga von. Án hans verðum
við að treysta á eigin kraft og vísdóm og hversu oft hefur
ekki komið íljós hvað mannlegur kraftur dugar skammt
þegar um Guð og eilífðina er að rœða.
Páll postuli lœrði þetta sannarlega. Hann ætlaði
aldeilis að frelsast af eigin rammleik meðþví áð fara eftir
lögmálinu og uppfylla ströngustu boð og bönn. Hann
hafði mikinn viljastyrk og lagði sig allan fram við þetta
og gekk lengra en flestir. Samt sem áður varð endanleg
niðurstaða hans þessi: „En vér vitum, að maðurinn
réttlætist ekki af lögmálsverkum, heldurfyrir trú á Jesúm
Krist" (Gal. 2,16) og: „Því af náð eruð þér hólpnir
orðnir fyrir trú. Þetta er ekki yður að þakka. Það er
Guðs gjöf. Ekki byggt á verkum, enginn skal geta
miklast afþví" (Ef. 2,8-9).
Vonin sem Guð vill veita okkur erfólgin íJesú Kristi.
Hann uppfyllti lögmálið, hann tók á sig afleiðingar
syndarinnar, hann dó og reis upp og sigraði dauðann i
eitt skipti fyrir öll. Við þurfum ekki að bíða eftir
friðþægingarverki Krists, það er fullkomnað. Það
gerðist á ákveðnum stað og stund fyrir nœr 2000 árum.
Við þurfum að koma fram fyrir Guð, róleg og
afslöppuð og leyfa honum að fylla líf okkar svo við
skiljum að vonin er aðeins fólgin í Kristi og verki hans.
Gleymum sjálfum okkur, slöppum afog treystumþvíað
verkið sé fullkomnað í Kristi og honum einum.
Þegar Guð fœr að opinbera þennan sannleika svo að
hann verður raunveruleiki í lífi okkar fær lífið nýtt
innihald, friður kemur í stað tómleika, Kristur kemur í
stað okkar verka.
Auðvitað eiga kristnir menn misjafna daga eins og
aðrir en þá er gott að geta slappað af og vitað að vonin
er grundvölluð á Kristi og honum einum. Lokaorð mín
verða því: Slappaðu af, Kristur hefur fullkomnað verkið,
treystu honum.