Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 22
FKA STARFIMU
Frá unglingamótinu í Vatna-
skógi. Koddaalagur á rá.
Kristilegt
unglingamót
JESÚS LIFIR varyfirskrift
unglingamóts sem haldið var
í Vatnaskógi um verlsunar-
mannahelgina. Mótið var
haldið á vegum Landssam-
bands KFUM og KFUK og
var tilgangur þess að gefa
unglingum kost á að eiga
góðar stundir í Vatnaskógi
þessa mestu ferðahelgi ársins
og kynnast Jesú Kristi og
boðskap hans. Um leið var
mótið þáttur í aukinni áherslu
KFUM og KFUK á kristilegt
unglingastarf á ári æskunnar.
Dagskrá var vel undirbúin
og sérstaklega sniðin við hæfi
ungs fólks. Biblíustundir
voru á morgnana og þar bent
á hverju það skipti nútíma
ungling að Jesú lifir. A
sunnudag annaðist sr. Ólafur
Jóhannsson, skólaprestur,
guðsþjónustu mótsins.
Utanhúss var fjölmargt í
boði og gátu þátttakendur
valið um ýmsa þœtti svo sem
koddaslag á rá, reiptog, fjall-
göngur, fótbolta, þrauta-
keppni, burtróður og hœfi-
leikakeppni svo nokkuð sé
nefnt.
Aftanstundir voru ííþrótta-
skála ogfórþarsaman gaman
og alvara. Að þeim loknum
voru svo ýmis síðkvöldatil-
boð, svo sem eldvera o.fl.
Pátttakendur voru ekki
skráðir á mótið og gátu kom-
ið og farið að vild, en flestir
kusu að vera á staðnum alla
dagana og tóku að jafnaði
um og yfir tvö hundruð
manns þátt í stundunum sem
haldnar voru í íþróttahúsinu.
Formaður undirbúnings-
nefndar mótsins var Ársœll
Aðalbergsson úr Keflavík.
Kaffisala
að
tlólavatni
Sumarstarfinu á Hólavatni
lauk með kaffisölu sunnudag-
inn 18. ágúst sl. og komu um
200 manns til að fá sér kaffi-
sopa. Eyjafjarðarhringurinn
er orðinn vinsœll og margir
komu við á Hólavatniþennan
dag. í sumar voru fjórir 14
daga flokkar, tveirfyrir drengi
og tveir fyrir stúlkur. Aðsókn
í sumar var ekki nógu góð,
flokkar voru ekki fullir.
Aðalforingjar voru Björgvin
Jörgensson, Póra Harðar-
dóttir og Pórey Sigurðardótt-
Frá Hólavatni.
Guðsþjónustan á Löngumýr-
armótinu var í Miklabarfar-
kirkju í Skagafírði.
Kristniboðsmót
Dagana 19. til 21. júlí var
haldið kristniboðsmót að
Löngumýri í Skagafirði. Pátt-
takendur voru víða að frá
Akureyri, Seyðisfirði, Skaga-
firði, Akranesi, Reykjavík,
Keflavík og fleiri stóðum og
voru um 70 manns á mótinu.
Dr. Sigurbjörn Einarsson,
biskup var rœðumaður og
hafði hann tvo biblíulestra.
Auk hans töluðu sr. Kjartan
Jónsson, kristniboði og Val-
dís Magnúsdóttir, Jónas Pór-
isson, krisniboði og fleiri.
Góð og uppbyggileg vitnis-
burðarstund var á laugar-
dagskvöldið með mikilli þátt-
töku. A sunnudagsmorgun
var guðsþjónusta í Miklabœj-
arkirkju með altarisgöngu.
Sr. Helgi Hróbjartsson pre-
dikaði og sr. Ölafur Hall-
grímsson, Mœlifelli, aðstoð-
aði við altarisgöngu. Loka-
samkoma mótsins var síðan
kl. 2 e.h. á sunnudag.
Stjórnandi mótsins var sr.
Helgi Hróbjartsson. Mót
þetta er það sjötta síðan þau
byrjuðu aftur árið 1980 og
hefur verið árvisstsíðan. Pátt-
takendur á mótinu voru
þakklátir fyrir góðar sam-
verustundir.
Færeyjaferð
Öldungadeild KFUM og
KFUK lagði upp í fyrstu
utanlandsferð sína laugar-
daginn 7. júlísl. Ferðinni var
heitið til vikudvalar í Fœreyj-
um. Pátttakendur voru
sextán, samstilltur og góður
hópur. Gist var á fœreyska
sjómannaheimilinu, sem
reyndist vera þœgilegur og
ódýr gististaður í hjarta Pórs-
hafnar. Færeyjar komu
nokkuð á óvart. Pœr eru
víðast snarbrattar, grasivaxn-
ar upp á topp, vegir mjög
góðir og jarðgöng auðvelda
samgöngur. Byggð er í
byggðakjörnum svo einstök
bændabýli sjást ekki. Gróður
er fábreyttur nema í Pórshöfn
en þar er að finna fjölbreyttan
trjágróður og skrautleg blóm.
Hópnum var boðið heim
til Elsu Jacobsen í Götu og
var tekið á móti honum mcð
veislu að höfðingja sið. Síðan
var skoðað byggðasafn. Hús
Prándar í Götu var aðeins
skoðað utanfrá því ennþá er
búið í því. í hverri
byggð er kirkja og kristilegt
samkomuhús. 1 Pórshöfn
voru 4-5 samkomuhús á litlu
svæði, sem tilheyrðu hinum
ýmsu trúfélögum. Trúarlíf
virðist því vera mikið. Síð-
ustu dagana sem dvalið var í
Höfn var haldið unglingamót
í heimavistarmenntaskóla
utan við borgina. Pangað fór
hluti af hópnum eitt kvöldið
til að kveðja Elsu, sem var
næstu daga áförum til Eþíóp-
íu. Engin tengsl tókust við
KFUM og K í Fœreyjum-
Varaformaður KFUM, sem
er íslenskur, varþessa dagana
á unglingamóti í Vatnaskógi-
Ferðalangarnir þakka
Guðigóðaferð og varðveislu-
22