Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 5
KRISTMBOÐ Kristniboð er í brennidepli þessa tölublaðs Bjarma. Tilefnið er viðtal sem blaðið átti við Jónas Þórisson, kristniboða, skömmu áður en hann og fjölskylda hans fór til starfa í Eþíópíu á ný. í viðtalinu dregur Jónas skýrt fram hvernig kristniboð og hjálparstarf hlýtur að fara saman. Þá kynnumst við gleymdum þjóðflokkum í grein eftir Egil Grandhagen og fáum að skyggnast inn í fræðslustarf kristniboðans í Cherarería. En fyrst er það viðtalið við Jónas. Kætt við Jónas Þórisson, kristniboða: E Það er til tvenns konar neyð ins og lesendum Bjarma mun kunnugt var Jónas Þórisson, kristniboöi, hér heima ásamt fjölskyldu sinni í sumar. Komu þau hingað í leyfi áður en þau halda til starfa á nýjum vettvangi í Eþíópíu, en undanfarin ár hafa þau verið við störf í Konsó. Bjarmi átti tal við Jónas skömmu áður en þau héldu aftur suður á bóginn. Það fór ekki hjá því að hörmungarástandið í Eþíópíu hafi verið ofarlega í huga og við spyrjum Jónas fyrst að því hvernig ástandið hafi verið þar syðra áður en þau fóru þaðan: — Ástandið í Eþíópíu var vægast sagt mjög alvarlegt á mörgum stöðum, bæði í norður- og suðurhluta landsins. Þurrkar hafa verið miklir í tvö ár eða jafnvel lengur og talið er að það séu á bilinu níu til ellefu milljónir manna sem þurfa á hjálp að halda. Þar sem við störfum og þekkjum best til, í Konsó og í Sídamóhéraði, hetur ástandið farið hríðversnandi síðustu mánuðina. Konsófólkið hefur átt í miklum erfiðleikum og einnig hirðingjaþjóðflokkurinn í Suður-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.