Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.09.1985, Blaðsíða 18
við hugsum til slíkrar samverustunda um orðið, er andi Guðs verkaði með krafti. Syndarar lentu í sálarstríði, menn gerðu upp syndir af einlægni, náðin var þegin með þökkum og frelsarinn miklaðist. Nýfrelsað fólk tók undir með hinum eldri í bæn og lofsöng. Enginn nema andi Guðs getur komið slíku andlegu valdi til vegar. Við þurfum líka að varast þær öfgar að fordæma alla söfnuði og predikara sem iðka tungutal og lækningar fyrir bæn. Eins og áður segir eru þessi óvenjulegu fyrirbæri engin örugg sönnun þess að Guðs sé að verki, en við megum ekki heldur taka það sem sönnum þess að Satan sé að verki. Okkur ber að minnast þess að Jesús sjálfur læknaði hvers konar sjúk- dóma, á undursamlegan hátt, já, vakti jafnvel menn upp frá dauðum. Og orð Guðs segir í 1. Kor. 12, að Guð hafi fyrir anda sinn gefið trúuð- um mönnum ýmis konar náðargáfur, guðdómlega eiginleika og kraft. Þar á meðal eru nefndar „lækningagáfur... framkvæmdir kraftaverka... tungu- talsgáfa... útlegging tungna" (v. 9- 10). Við sjáum að þetta tíðkaðist í fyrsta kristna söfnuðinum. Auk allra hinna náðargjafanna var þessari gjöf einnig ætlað að vera fyrir hendi í öllum kristnum söfnuðum á öllum tímum. En hér er okkur mikill vandi á höndum. Hann er sá að djöfullinn er snjall að gera eftirlíkingar. Við sjáum dæmi um þetta í 2. Mós. 7. Drottinn vinnur kraftaverk þegar hann Iætur staf Arons breytast í stóran höggorm. En töframenn hins óguðlega faraós herma eftir og gera sams konar furðu- verk. Stafir þeirra urðu að stórum slöngum. Víst voru þetta kraftaverk, en Guð stóð ekki að baki þeim. Vissulega væri illa komið ef við létum blekkjast og teldum það vera guðdómlegt sem komið er frá Satan. En engu betra er að segja að það sé frá Satan, sem þó er frá Guði. „Reynið andana hvort þeir séu frá Guði". Þetta er hvatningsjálfs andans í 1. Jóh. 4,1. Hvernig eigum við að fara að því? (Framhald í nœsta blaði) JAPAN: t þágu lífsins Á árinu 1984 var stofiiað í Tohíó kristilegt félag sem vill vlnna á móti fóstureyðingum. Samtökin áforma að veita fræðslu um þungun og fóstureyðingar. Fieiri og fieirl Japanir gera sér yóst að eitthvað verður að gera til að koma i veg fyrir að ófædd- um börnum verðl eytt, segir í erlendri frétt um þetta mál. Japanskar konur mega fá fóst- ureyðingu jafnvel á sjöunda mán- uði meðgöngutímans. Sam- kvæmt opinberum tólum eru fóstureyðlngar jafnmargar og fæðingar, en talið er fuuvíst að fóstureyðingar séu helmingi fleiri en getið er í skýrslum. „I'illan" svonefnda er ekki leyfð í Japan af ótta við auka- verkanir. Talið er að fóstureyð- ingar séu aigengasta „getnaðar- vömin". í fréttinni segir að yilr helmingur bama sem getin séu í Japan lendi í sorptunnunum. I*á má nefna að Japanir leyfðu fyrst- ir allra þjóða notkun fóstureyð- ingar-töflunnar. Virðingu I'yrir lííiriu hrakar. Mörg nýfædd börn finnast á ári hverju. Þau hafa verið skilin eftir á opinberum salernum, í papp- írskörfum eða geymsluhólfum. Sálfræðlngar segja að lítiil mun- ur sé á því að láta eyða sjö mánaða gömlu fóstri og henda nýfæddu barni. Ofsóknir aukast Ofsóknir gegn kristnum mönn- um færast í aukana um víða veröld. Vm þriðjungur allra krist- inna manna — 610 miujónir — eiga nú helma á svæðumþar sem þjarmað er að krlstnum mönnum, seglr þýska kristllega fréttastofan Idea. Svo virðist sem Nið-Amerika, einkum Níkaragúa, sé nýtt svæði þar sem frelsi kristinna manna er ógnað. Fyrir skömmu voru 17 kirkjur í Norður-Níkaragúa brenndar, þehn lokað eða breytt í skotfærageymslur. Fulltrúar frá alþjóðlegu mannréttinda- nefndinni tejja sig sjá fyrstu merkin um skipulagðar ofsóknir á hendur kaþólsku kirkjunni og bræðakirkjum meðal mótmæl- lenda. Æ meira er þrengt að kiistnum mönnum á Kúbu. Margir hafa - verlð dæmdirí 15-20 ára fangelsi vegna þess að þeir neituðu að gegna herþjónustu af truar- ástæðum. Prá Súdan í Afríku berast þær fréttir að litið sé á kristna menn sem annars flokks borgara eftir að lögum í anda íslams hefur verið komið á að nýju. Einkum hafa margir kirkjuleiðtogar í Suður-Súdan verið teknir hönd- um og sérstakar hersveitir stjórnarinnar hafa verið sendar inn í skógana til að leita uppi kristna menn. Framkoma yfirvalda í Egypta- landl við kristna menn er með ýmsu mótl en þau hafa hert eftir- litið með heimillssamkomum. Ný- lega voru 200 blblíuleshópar leystir upp. Baptistar í óskráðum söfnuð- um í Sovétríkjunum hafa verið dæmir í samanlagt fimm þúsund ára fangelsi á síðustu 25 árum og tel ja menn ekki horfur á bjart- ari dögum í nánustu framtíð. Á síðustu mánuðum hafa verið sett lög sem kveða svo á að halda megi mönnum föngnum þrjú ár fram yflr refsitímann ef þeir fari ekki eftir reglunum í vinnubúð- iiimni. Þetta gerist án þess að réttað sé að nýju í málum þeirra, enda eiga stjórnendur vinnubúð- anna að úrskurða hvort fangarn- ir hafl brotið reglurnar. 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.