Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1996, Síða 4

Bjarmi - 01.05.1996, Síða 4
BROTIÐ TIL MERGJAR Guðmundur Karl Brynjarsson og Ftagnar Gunnarsson Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, skólaprestur. Inngangur Málefni samkynhneigðra hafa verið til umræðu i íslensku þjóðfélagi og fjölmiðlum í vetur, líklegast meira en nokkru sinni fyrr. Meginástæðan er frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um rétt samkynhneigðra til að stofna til staðfestrar samvistar. Aðdragandi þess er að vorið 1993 skipaði Davíð Oddsson forsætisráðherra nefnd i samræmi við þá ályktun Alþingis frá árinu áður þar sem þingið fól „ríkisstjórninni að skipa nefnd til þess að kanna stöðu samkynhneigðs fólks á íslandi."1 Svo sannarlega var tími til kominn að hið opinbera aðhefðist eitthvað í málefnum samkynhneigðra, þvi þessi hópur fólks hefur átt erfitt og mætt mikilli fyrirlitningu. Kristin kirkja stendur einnig frammi fyrir vanda. Hvaða afstöðu á hún að taka til málefna samkynhneigðra? Hvaða ábyrgð ber hún gagnvart þeim? Hvað segir Biblían? Hvað með staðfesta samvist? Er hún ekki sjálfsagður réttur samkynhneigðra? Margra slíkra spurninga er hægt að spyrja. í eftirfarandi grein verður glímt við vandamálið og leitað svara. Slikt er engan veginn auðvelt, en reynt verður að ræða málið i Ijósi Biblíunnar og guðfræðinnar á mál- efnalegum grundvelli. Skýrslan Fyrrnefnt frumvarp er byggt á skýrslu nefndarinnar um málefni samkynhneigðra. í skýrslunni er m.a. gerð grein fyrir ferns konar afstöðu kristinna manna til samkyn- hneigðar: 1. Samkynhneigð er fordæmd og talin refisvert athæfi. 2. Samkynhneigð er fordæmd en ekki talin refsivert athæfi. Samkvæmt þessari afstöðu er samkynhneigðin sjálf (þ.e. atferlið) fordæmd en ekki sá sem er samkyn- hneigður. 3. Hlutlaus afstaða til samkynhneigðar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Ekki beri að fordæma samkyn- hneigð, en hún er óæðri en gagnkynhneigð. Forðast ber að gera samkynhneigð sýnilega. 4. Samkynhneigð er viðurkennd sem þáttur í litrófi mannlegs veruleika sem kirkjunni ber að styðja og viðurkenna án skilyrða.2 Ljóst er af skýrslunni að fjórða afstaðan er sú sem ræð- ur í tillögugerð og afstöðu nefndarinnar og hefur mótað gerð frumvarpsins. Að baki þessum fjórum stefnum liggur mismunandi afstaða til Biblíunnar sem Guðs orðs og þar af leiðandi mismunandi straumar innan guðfræðinnar allt frá mjög biblíufastri til mjög skynsemisráðandi, þó svo vissulega megi deila um þá orðanotkun. Innan hvorrar stefnu um sig er að finna mismunandi blæbrigði. Megineinkenni skynsemisstrauma guðfræðinnar er að áherslan kemur „að neðan“, það er, frá manninum, og er byggð á skynseminni. Par er miðað út frá aðstæðum mannsins og orð Guðs haft til hliðsjónar. Innan þessa arms guðfræðiumræðunnar finnum við frelsunarguðfræði, kvennaguðfræði, guðfræði svartra o.fl. Fyrri hluta aldar- innar var ýmsu í trú kristninnar, þar á meðal grundvallar- atriðum trúfræðinnar, hafnað á forsendum skynsemi og víðsýni. Megineinkenni biblíufastra strauma guðfræðinnar er að áherslan er „að ofan“, á Biblíuna, hún er opinberun Guðs og því ber að taka hana alvarlega. Hún birtir inntak fagnaðar- erindisins og er trúarlegur og siðferðilegur leiðarvísir krist- inna manna. Frumvarpið Frumvarp það sem lagt hefur verið fram á Alþingi gerir ráð fyrir að fólk af sama kyni, þó ekki náskylt, geti stofnað 4

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.