Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1996, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.05.1996, Blaðsíða 5
til staðfestrar samvistar. Fær það þá sömu réttindi og hjón, að flestu leyti, en getur þó ekki ættleitt börn. Við skilnað eða fráfall annars aðilans hefur það sömu réttindi og hjón. Frumvarpið er að miklu leyti samið að svipuðum lögum sem gilda í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Mjög óvíst er að sams konar frumvarp verði samþykkt á finnska þinginu og dönsku lögunum var hafnað á færeyska þinginu. Verði frumvarpið samþykkt á yfirstandandi þingi verður það að lögum frá 1. júlí í sumar.3 Af fyrstu umræðu á Alþingi var helst að sjá að frumvarpið yrði samþykkt með lítilli andstöðu. Sú spurning vaknaði hvort þingmenn hafi kosið að afgreiða málið á einfaldan hátt sem réttindabaráttumál minnihlutahóps eða hvort þeir geri sér grein fyrir þjóð- félagslegum áhrifum frumvarpsins verði það að lögum. Lög þessi snerta ekki aðeins hinn fámenna hóp samkyn- hneigðra heldur þjóðfélagið allt. Er rétt að nýjar kynslóðir alist upp með staðfesta samvist sem sjálfsagða? Flvaða áhrif hefur lagasetningin á þjóðfélagsgerðina, menninguna og hugsunarhátt fólks? Félagsleg áhrif frumvarpsins Mikilvægt er að standa vörð um gildi þjóðfélagsins og reglur þær sem settar eru því til góðs. Kristið siðgæði legg- ur áherslu á að standa vörð um rétt hinna minni máttar. í fjölskylduumræðu og hjúskaparmálum hljóta börnin að skipa það sæli. Hefðbundinn hjúskapur veitir þeim ramma og aðstæður sem styrkir grundvallarlífsgæði eins og heilsu, öryggi, stöðugleika, umhyggju, kærleika o.fl. Fjölskyldan er grunneining þjóðfélagsins og styrkir stöðu þess. Alþingi ber þá ábyrgð sem handhafi löggjafarvalds að standa vörð um þá grunneiningu og þær uppeldisaðstæður sem þjóð- félagið miðar við að veita börnunum með lagasetningum og framkvæmd þeirra. Miklar breytingar eiga sér stað i líkama og sálarlífi ungl- inga þegar kynhvötin vaknar. Varasamt er að börn læri í skólum að samkynhneigð sé eins eðlileg og gagnkyn- hneigð eða þau hvött til að láta á það reyna hver kyn- hneigð þeirra sé. Slíkt getur valdið ruglingi og varanlegum skaða hjá ómótuðum börnum og unglingum sem kyn- hvötin er að vakna hjá. Tilkoma laga um staðfesta samvist býður hins vegar upp á að þannig verði á málum haldið. I frjálsu þjóðfélagi þar sem mannréttindi eru virt þarf að gefa þegnunum rúm til að velja á eigin ábyrgð hvernig þeir lifa. En stjórnmálamenn bera fyrir hönd þjóðfélagsins ábyrgð á heildinni. Þeirri ábyrgð geta þeir ekki velt yfir á einstaklinginn. Hjúskapur samkynhneigðra hefur áhrif á fleiri en hina samkynhneigðu. Að meina þeim að stofna til hjúskapar og ættleiða börn er ekki brot á mannréttindum. Löggjöf þjóðfélagsins setur mönnum siðferðilegan ramma sem ætlað er að standa vörð um heilbrigt og gott mannlíf. Notkun orða - hvað er samkynhneigð? Varast ber of einfaldar lýsingar á því hvað samkynhneigð er og hvers vegna samkynhneigt fólk breytir eins og það gerir enda er kynhneigð mannsins flókið samspil margra þátta. Líkaminn er annað hvort karlkyns eða kvenkyns en varðandi hneigð og líferni eru skilin ekki eins áþreifanleg. Orðið „samkynhneigð“ er ekki gamalt í íslenskri tungu. Er það að jafnaði notað til þýðingar á erlenda orðinu „homosexuality“ sem áður var nefnt kynvilla. Orða- notkunin getur verið erfið og samkynhneigð má án efa skilgreina á margan hátt. Sumir telja heppilegast að kalla enga aðra samkyn- hneigða en þá sem lifa kynlífi með öðrum af sama kyni. í þessari grein er gengið út frá að samkynhneigður sé sá einstaklingur sem hafi einungis kynferðislegar langanir til annarra af sama kyni en ekki til gagnstæða kynsins. Afar mikilvægt er að gera greinarmun á þeim sem finna til samkynheigðar og þeirra sem lifa kynlífi sem sarnkyn- hneigðir, það er að greina milli hneigðar og atferlis. Biblían dæmir ekki fólk fyrir að dragast kynferðislega að sama kyni. Hneigðin er freisting, freistingu ber að varast en freistingin sem slík er ekki synd. Sama á við um kyn- hneigð gagnkynhneigðra. Afar mikill munur er á því að vera eða að gera. Hversu margir? Ýmsar tölur hafa verið nefndar um fjölda samkynhneigðra. Þekktasta rannsóknin var unnin árið 1948 undir stjórn Bandarikjamannsins Alfred Kinsey. Niðurstaða rannsóknar- innar var að um 4% aðspurðra karlmanna sögðust hneigjast eingöngu að sama kyni, 10% höfðu verið samkynhneigðir í allt að þrjú ár ævi sinnar og 37% áttu að baki einhvers- konar kynlífsreynslu með aðila af sama kyni. Rannsókn Kinseys hefur verið gagnrýnd fyrir að í úrtaki hennar voru margir dæmdir kynferðisafbrotamenn.4 Rannsókn sem gerð var í Bretlandi árið 1993 leiddi í ljós að aðeins 6% karlmanna höfðu að baki kynlífsreynslu með öðrum karlmanni. Aðeins 3,6% höfðu haft samfarir við annan karlmann en tveir þriðju þeirra höfðu einng haft samfarir við konu.5 Samkynhneigð kvenna reyndist samkvæmt sömu rannsókn vera enn sjaldgæfari. Nýleg rannsókn unnin af Alan Guttmacher Institute i Bandaríkjunum leiddi svipaða hluti í ljós. Aðeins 1% bandarískra karlmanna telja sig vera samkynhneigða þó svo 2% segðust hafa látið fullvel að kynbræðrum sínum einhverntima á lífsleiðinni.6 Með öðrum orðum eru niður- stöður nýrri rannsókna ekki í samræmi við hve margir telja að kynlíf samkynhneigðra sé algengt. Andstæðingar samkynhneigðar taka helst mark á sem lægstum tölum en samkynhneigðir vilja, skiljanlega, að lölurnar séu sem hæstar til að styrkja málstað sinn.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.