Bjarmi - 01.05.1996, Blaðsíða 8
kirkjunnar er nei vegna þess að hún byggir tilveru sína á
náð Jesú Krists og meðhöndlar lagabálka hins forna ísraels
í ljósi þess. Lögmál Hebrea var þríþætt: Boðorðin, lög um
trúariðkun og lög til verndar samfélaginu. Síðari tveir þætt-
imir voru uppfylltir í Jesú Kristi en Nýja testamentið heldur
kjarna lögmálsins, þ.e. boðorðunum. í þeim felast grund-
vallarsjónarmið Biblíunnar og eru þau algild. Brot á sviði
kynlifsins er synd og fellur undir þau, en lagaákvæði um
félagsleg viðbrögð, þ.e. refsiákvæðin, voru bundin við
hebreskt samfélag. Þessi afstaða Jesú kemur skýrt fram í
frásögunni af hórseku konunni sem nánar verður vikið að
síðar í greininni.
Afstaða Biblíunnar til kynlífsins
Biblían bendir á einingu þá sem felst í samlífi karls og
konu, líkamlega, sálræna og félagslega (1. Mós. 2:18 og
24, Matt. 19:4 o. fl). Kynhvöt og kynhneigð eru mikil-
vægir þættir í lífi mannsins sem geta verið grundvöllur
góðs samfélags en einnig eyðilagt samband og samfélag
manna. Biblían setur kyn-
lífinu ákveðnar skorður
með reglum um hvar
kynlífið eigi heima,
þ.e. innan opinbers
hjúskapar, þar sem
karl og kona taka
á sig gagnkvæma
ábyrgð. Hjónaband-
ið er því bæði einka-
mál og opinber
stofnun sem hefur
ýmis félagsleg, lög-
fræðileg og efnahags-
leg áhrif. Samlíf samkyn-
hneigðra fellur utan þessa
ramma samkvæmt Biblíunni
og hefur gert það einnig lagalega fram að þessu.
í Biblíunni má finna rökstuðning fyrir tvenns konar
afstöðu til kynlífsins. Sú fyrri er að kynlífið er gefið vegna
getnaðarins (1. Mós. 1:27-28) og ánægja kynlífsins sé til
komin þess vegna. Bein afleiðing af slíkri afstöðu er bann
við getnaðarvörnum.
Síðari afstaðan hvetur manninn til að njóta kynlífsins og
segir m.a. „Gleð þig yfir festarmey æsku þinnar... Brjóst
hennar gjöri þig ætíð drukkinn og ást hennar fjötri þig
ævinlega" (Orðskv. 5:18-19). Kynlífið er, hvort sem getn-
aður getur átt sér stað eða ekki, gjöf Guðs mönnunum til
ánægju til að efla samband og samlíf hjóna. Grundvallar-
reglan er að allt sem þau gera sé gert með samþykki
beggja og sé til að efla gagnkvæma ást og virðingu þeirra
hvors til annars.
Stundum er vísað til þess að kynlíf samkynhneigðra sé
óeðlilegt vegna þess að frjóvgun geti ekki átt sér stað. En
kynlíf þeirra þjónar sama tilgangi og gagnkynhneigðra að
getnaðinum undanskildum og verður því ekki hafnað
vegna þess sem gerist þeirra á milli. Ef svo væri yrði að
hafna öllu kynlífi sem ekki fæli í sér möguleika til getn-
aðar. Kristið fólk verður að skoða hug sinn betur og kanna
í hvaða heildarsamhengi Biblían setur kynlífið.
Sköpunarhugsun Biblíunnar
Jesús talar hvergi um samlíf tveggja einstaklinga af sama
kyni - hvorki á jákvæðum né neikvæðum nótum. Jesús
virðist hafa viljað beina sjónum manna að syndum hjarta
og huga eins og hroka, græðgi og sjálfselsku - sem var
mjög mikilvægt 1 samfélagi þar sem menn litu aðeins til
hins ytra, það er sýnilegra verka. Vitanlega ber ekki að
einskorða ekki allt tal um synd við svið kynlífsins. Páll
postuli, sem fjallar um samkynhneigð á þremur stöðum í
bréfum sínum, setur slíkt liferni einnig í samhengi við
aðrar syndir (Róm. 1:18-32,1. Tím. 1:8-10,1. Kor. 6:9-11).
Munurinn á Jesú og Páli er sá að Páll er að skrifa til
heiðin-kristinna manna sem komu úr menningarumhverfi
sem var þó nokkuð frábrugðið því er Gyðingar ólust upp
í. Afstaða Gyðinga til samkynhneigðrar breytni var skýr og
eftir henni var farið í þeirra samfélagi. Þar var samlíf
samkynhneiðgra með öllu bannað og það vissu allir. En
fólk sem komst til trúar úr öðru menningarumhverfi hafði
ekki verið alið upp við að hafa stjórn á girndum sínum á
sviði kynslífsins eins og Gyðingar gerðu. Hér á eftir verða
teknir til umfjöllunar textar Páls úr Rómverjabréfinu og
Fyrra Timóteusarbréfi.
Ýmsir guðfræðingar telja að orð Páls postula um sam-
kynhneigt samlíf eigi aðeins við um þá sem eru gagnkyn-
hneigðir en flækja sig og aðra í samkynhneigt atferli en
ekki þá sem eru samkynheigðir að eðli til. Mjög mikilvægt
er að skoða það sem Páll skrifaði í sögulegu samhengi
samtíma hans. En einnig er nauðsynlegt að skoða á hvaða
guðfræðilegum forsendum hann setur fram kenningu sína
og á hverju hann byggir siðferðilega afstöðu sína til samkyn-
hneigðra.
Samhengi orða Páls í 1. kafla Rómverjabréfsins er sköp-
unin. Yfirskrift þess eða þemað til umfjöllunar í þessum
versum kemur fram í v. 16-18. Páll bendir á hvernig það
hefur gerst að maðurinn hefur bæði andlega og siðferði-
lega valið rangt. Maðurinn var skapaður til að þakka Guði